Trójuhestur var risastór tréhestur, holur að innan, sem Grikkir smíðuðu í Trójustríðinu. Grískir hermenn drógu hestinn með leynd að borgarhlið Tróju og földu sig inni í honum. Trójumenn drógu hestinn inn fyrir borgarmúrana og um nóttina læddust grísku hermennirnir út úr hestinum, opnuðu borgarhliðin og lögðu undir sig borgina.

Trójuhestur getur einnig átt við spilliforrit sem siglir undir fölsku flaggi.


Heimildir breyta

  • „Hvar er talað um trójuhestinn og fall Tróju ef ekkert er fjallað um þetta í Ilíonskviðu?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvað var Trója?“. Vísindavefurinn.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.