Tonkabaunir (fræðiheiti: Dipteryx odorata) eru fræ af tré sem kallað er kumaru og upprunnið er í Suður-Ameríku. Kumaru er einnig kallað brasilískt tekk og er vinsæll harðviður í gólfefni vegna litabrigða og hversu harður viðurinn er. Tonkabaunir eru svartar og krumpaðar að utan en brúnar og sléttar að innan. Ilmur þeirra minnir á vanillu, möndlur, kanil og nellikur.

Tonkabaunir
Tonkabaunir
Tonkabaunir
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
(óraðað): Angiosperms
(óraðað) Eudicots
(óraðað) Rosids
Ættbálkur: Belgjurtabálkur (Fabales)
Ætt: Ertublómaætt (Fabaceae)
Ættkvísl: Dipteryx
Tegund:
D. odorata

Tvínefni
Dipteryx odorata
(Aubl.) Willd.
Samheiti

Coumarouna odorata Aubl.
Coumarouna tetraphylla (Benth.) Aubl.
Dipteryx tetraphylla Benth.

Tréð verður 25-30 m hátt og trábolurinn um einn metra í þvermál. Börkur kumaru trésins er grár og sléttur en viðurinn rauður. Laufblöðin eru leðurkennd, glansandi og dökkgræn. Blómin eru bleik og þroskar hvert einn ávöxt sem í er eitt fræ. Tonkafræin innihalda efnið coumarin en það efni veldur því að fræin ilma. Efnið coumarin er notað í ilmvatnsgerð. Það er beiskt á bragðið og getur í stórum skömmtum valdið innvortis blæðingum og lifrarskemmdum og lamað hjartað. Talið er að kumaru tré geti orðið yfir 1000 ára gömul.

Tonkabaunir eru notað í stað vanillu, sem ilmefni og var blandaðar í tóbak en það er núna sums staðar bannað. Tonkabaunir eru notaðar í franskri matargerðarlist, sérstaklega í ábætisréttum og seyðum en og í ilmvötn. Aðalframleiðslulönd eru Nígería og Venesúela.

Tenglar breyta

   Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.