Tilkynningar til sjófarenda

Tilkynningar til sjófarenda (skammstafað Tts) eru reglulega uppfærðar upplýsingar sem varða siglingar um hafsvæði, einkum leiðréttingar á áður útgefnum sjókortum eða leiðsögubókum, eins og nýjar dýptarmælingar, ný ljósmerki á sjó, hættusvæði, nýjar reglur um siglingar á þröngum siglingaleiðum eða viðkvæmum hafsvæðum o.s.frv. Sambærilegar tilkynningar sem varða flug heita tilkynning til flugmanna (notice to airmen eða NOTAM).

Forsíða bandarískra tilkynninga til sjófarenda

Yfirleitt eru slíkar tilkynningar gefnar út með reglulegu millibili af stofnun sem hefur með sjómælingar að gera eða öryggi sjófarenda. Á Íslandi koma þessar upplýsingar frá sjómælingasviði Landhelgisgæslunnar, í Bretlandi frá Bresku sjómælingastofnuninni, í Bandaríkjunum frá Bandarísku kortastofnuninni og í Kanada frá Kanadísku strandgæslunni.

Tenglar breyta