The Daily Telegraph

Breskt dagblað

The Daily Telegraph er breskt dagblað sem gefið er út í London á hverjum degi (nema á sunnudögum) og dreift er um allan heim. Greinar blaðsins eru skrifaðar með íhaldssamri hlutdrægni. Dagblaðið var stofnað árið 1855 sem The Daily Telegraph and Courier af Arthur B. Sleigh ofursta í breska hernum. Síðan árið 2004 hefur það verið í eigu Barclay-bræðanna.

Árið 2011 voru lesendur The Telegraph 634.113 daglega, miðað við 441.205 lesendur af The Times. Systurblað The Telegraph heitir The Sunday Telegraph en það er rekið eitt og sér og skrifað af öðrum blaðamönnum.

teikning af dagblaði  Þessi dagblaðs eða tímaritagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.