Timon (Τίμων) frá Flíos (um 320 f.Kr. – um 230 f.Kr.), sonur Tímarkosar, var forngrískur heimspekingur og efahyggjumaður, nemandi Pyrrhons og kunnur rithöfundur og skáld.

Tímon mun hafa verið mikilvirkur rithöfundur en rit hans eru ekki varðveitt nema í brotum. Díogenes Laertíos segir hann hafa samið bæði lýrísk og epísk kvæði, þrjátíu skopleiki, sextíu harmleiki og ýmis ádeilurit.

Brot úr verkum Tímons eru mikilvægasta heimildin um heimspeki Pyrrhons.

Tenglar breyta