Sweet Taste of Liberty

Sweet Taste of Liberty er þriðji þáttur 1. þáttaraðar bandarísku gamanþáttanna How I Met Your Mother. Þátturinn var fyrst sýndur 3. október 2005. Næsti þáttur er „Return of the Shirt“.

Söguþráður breyta

Barney hefur ákveðið að það sé kominn tími til að Ted hætti að fara alltaf á sama barinn. Hann segir Ted að hann vilji gera eitthvað „sögulegt“ (e. „legendary“). Barney dregur Ted inn í leigubílinn sinn og segir honum að hann þurfi að sækja einhvern á flugvöllinn. Ted gerði sér ekki grein fyrir því að Barney væri að fara á JFK-flugvöllinn til að ná sér í stelpur. Barney segir Ted að þeir séu að leika alþjóðlega viðskiptamenn sem eru nýkomnir úr vel heppnaðri ferð til Japan. Barney ákveður síðan að þeir muni fljúga til Fíladelfíu, bara vegna þess að tvær fallegar konur eru líka að fara þangað. Barney hringir í Marshall (sem á að vera upptekinn við að læra lögfræði) til að koma líka til Fíladelfíu í Fieronum, vegna þess að þetta eigi eftir að vera „sögulegt“. Ted og Barney komast að lokum að því stelpurnar eiga kærasta sem spila fyrir Philadelphia Eagles. Ennfremur eru Ted og Barney handteknir af öryggisvörðum flugvallarins, þar sem þeir skildu farangurinn eftir á JFK-flugvellinum. Þeim er haldið þar í nokkra stund en er sleppt þegar það kemur í ljós að taska Barneys var full af smokkum og orkustöngum. Þeir fara síðan heim til Söschu (Sascha var öryggisvörðurinn á flugvellinum), en það er ekki mikið teiti þar (þrátt fyrir að Barney haldi því fram að það verði „sögulegt“), aðallega vegna þess að afi hennar er sofandi uppi. Barney — vegna þess að hann hitti öryggisvörð hjá Frelsisbjöllunni (e. Liberty Bell) — ákveður að það væri „sögulegt“ að sleikja Frelsisbjölluna. Ted neitar í fyrstu, en eftir að Barney segir Ted að hann sé besti vinur hans, samþykkir Ted það. Allan þennan tíma, hringja Barney og Ted í Marshall og segja honum annaðhvort að snúa við og fara heim vegna þess að það er ekkert spennandi að gerast, eða að koma vegna þess að þetta verður „sögulegt“.

Lily og Robin fara á barinn til að eiga stelpukvöld. Lily verður afbrýðissöm út í Robin, því hún er einhleyp, og það er ennþá reynt við hana og strákar kaupa drykki handa henni. Hún spyr Marshall hvort hún megi taka trúlofunarhringinn af og Marshall samþykkir það. Lily reynir þá að laða til sín stráka en það gengur ekki vel en henni tókst aðeins að fá samkynhneigðan mann til að segja henni að hún sæti á vínberi. Robin verður pirruð þegar Lily breytir hegðun sinni og sannfærir hana um að hún hafi það sem flestar einhleypar stúlkur dreymir um að eiga: góðan kærasta. Homminn býðst til að hjálpa henni að losna við vínbersblettinn og Marshall labbar inn um leið og hann er að hjálpa henni. Marshall, sem kom aðeins vegna þess að hann hafði áhyggjur af því að Lily hafði fjarlægt hringinn þetta kvöld, var tilbúinn að lemja gaurinn en faðmaði hann þegar hann komst að því að hann væri hommi. Þá kemur kærasti hans, líka afbrýðissamur, og slæst við Marshall.

Framhald breyta

  • Í „Nothing Good Happens After 2 A.M.“ segir Barney að það að hann hafi sleikt Frelsisbjölluna sé eitthvað gott sem gerðist eftir klukkan tvö að nóttu.
  • Hringitónn Marshalls úr „The Limo“ er byggður á laginu sem hann söng þegar hann var að reyna að læra.
  • Þegar Marshall reynir að lemja gaurinn sem hjálpaði Lily að losna við vínbersblettinn á kjólnum hennar, eftir að hann segir að hann sé hommi, brotnar Marshall niður og segir „Guði sé lof, ég hef aldrei lent í slag áður!“. Í þættinum „The Fight“ segir Marshall að hann hafði oft lent í miklum slagsmálum við bræður sína í bernsku.
  • Barney segir öryggisvörðunum á flugvellinum „Við erum alþjóðlegir viðskiptamenn. Á leið okkar til mjög mikilvægs alþjóðlegs viðskiptafundar“. Í síðasta þætti þriðju þáttaraðar segir Barney við Ted, „Ég var í þessum hluta bæjarins vegna þess að ég var á mjög mikilvægum alþjóðlegum viðskiptafundi“.
  • Lily tekur trúlofunarhringinn af til að laða stráka til sín á barnum. Í næsta atriði þegar hún hellir drykknum á sig, er hringurinn enn þá á fingrinum.

Blogg Barneys breyta

  • Í blogginu sínu ræðir Barney það að hann hafi sleikt Frelsis-Bjölluna, áður en að hann segist hafa sleikt hvert einasta „minnismerki á meginlandi Bandaríkjanna“. Hann veitir síðan ráðgjöf úr fjórðu bókinni sinni, Barney's Guide to Licking the National Monuments (eða: Leiðbeiningar Barnenys um hvernig á að sleikja minnismerki), þar sem hann lýsir hvernig sérstök kennileiti (eins og Alamo og Frelisstyttan) bragðast og hversu ströng öryggisgæsla er á þessum svæðum, með tilliti til þess að ætla að sleikja minnisvarðann.

Endurtekningar sem kynntar eru í þættinum breyta

  • Barney að nota orðið „sögulegt“ (e. legendary)
  • Bíll Marshalls, hinn heittelskaði Pontiac Fiero.
  • Barney segir BTW í stað „by the way“.
  • Vani Marshalls að syngja það sem hann gerir.

Heimildir breyta