Svipa (Bandaríkjaþing)

Svipa er starfsstaða innan beggja flokkanna á Bandaríska þinginu. Hlutverk svipunnar er að halda uppi og greiða úr samskiptum á milli þingmanna flokkanna og leiðtoga þeirra. Stöðu þessari gegna tveir menn úr hvorum flokki, einn í neðri deildinni, fulltrúadeildinni og einn í efrideildinni, öldungadeildinni.[1] Svipan sér til þess að halda uppi flokksaga þegar að kjósa á um frumvörp og annað þar sem að útlit er fyrir að mjótt verði á munum. Þá á svipan að sjá til þess að vita hvað hver og einn þingmaður er að sækjast eftir í frumvarpinu og hvað hann er tilbúinn að þola (fórna), allt til þess að koma frumvarpinu í gegn.[2] Sá sem gegnir stöðu svipunnar í meirihlutaflokkunum í fulltrúadeildinni or oftar sagður vera valdamestur af svipunum fjórum því að mikið veltur á útkomu frumvarpsins í kosningum í fulltrúadeildinni.[3] Svipan „telur“ atkvæðin fyrirfram og þarf oft að reyna að sjá fyrir hvernig kosning um frumvörp geta farið og þarf að sjá til þess að þingmenn kjósi eftir sínum flokkslínum.[4] Svipan er því næst valdamesta staðan innan löggjafarvaldsins, á eftir leiðtoga meirihlutaflokksins og veltur það oft á hæfileikum svipunnar í málamiðlunum hvernig kosningar fara.[5]

Heimildir breyta

  1. Richard S. Katz (2007). Political Institutions in the United States. Oxford University Press. bls. 148-149. ISBN 978-0-19-928383-5.
  2. Beam, C. (2010). Cool Whip: What does the Congressional "Whip" actually do? Sótt þann 26. október 2014 af: http://www.slate.com/articles/news_and_politics/explainer/2010/03/cool_whip.html
  3. Richard S. Katz (2007). Political Institutions in the United States. Oxford University Press. bls. 148-149. ISBN 978-0-19-928383-5.
  4. Hardeman, D.B. (2003). Whip, Party. Dictionary of American History. 2003. Sótt þann 25. október 2014 af: http://www.encyclopedia.com/doc/1G2-3401804530.html
  5. Richard S. Katz (2007). Political Institutions in the United States. Oxford University Press. bls. 148-149. ISBN 978-0-19-928383-5.
   Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.