Svarta höndin er unglingasaga eftir Henri Vernes.

Bob Moran Nr. 20

Söguþráður breyta

Feneyjar eru ferðamannaborg, en Bob Moran þarf ekki annað en leggja leið sína þangað, til þess að allt andrúmsloftið verði miður friðsamlegt. Það er og heldur engin hvíld í því að hjálpa munaðarleysingja til þess að ná arfi forfeðra sinn. einkum þó þegar Svarta höndin vill hafa þar hönd í bagga. Bob heyr harða baráttu við foringja og handlangara þessara glæpasamkundu, og leikurinn berst um alla borgina, hin fögru lón, eftir fjallvegum, sem liggja til Arnarkastalans. Í þetta skipti á hetja vor samt við of mikinn liðsmun að etja, en það verður einmitt til þess, að honum tekst að sigra að lokum.

Aðalpersónur breyta

Bob Moran, Bill Balantine, Sabrína Alferi, Jósef Salizo, Aristide Clairembart, Salvatore Marziano, Manrico Busso, Marvini prófessor, Beppo

Sögusvið breyta

París, Frakkland - Feneyjar, San Giuliano,Feneyjafjöll, Ítalía

Bókfræði breyta

  • Titill: Svarta höndin
  • Undirtitill: Drengjasaga um afrek hetjunnar Bob Moran
  • Á frummáli: Echec à la Main Noire
  • Upprunalegur útgefandi: Gérard & Co.
  • Fyrst útgefið: 1957
  • Höfundur: Henri Vernes
  • Þýðandi: Magnús Jochumsson
  • Útgefandi: Prentsmiðjan Leiftur Hf.
  • Útgáfuár: 1970