Sunnudagsbókstafur

Sunnudagsbókstafur er einn af stöfunum A, B, C, D, E, F og G. Þessir bókstafir eru settir við dagana 1. til 7. janúar. Sá þeirra sem verður sunnudagur á einhverju tilteknu ári ákvarðar sunnudagsbókstaf ársins. Til dæmis er 6. janúar ársins 2019 sunnudagur og er því sunnudagsbókstafur 2019 F. Hlaupár hafa tvo sunnudagsbókstafi og gildir annar þeirra frá 1. janúar til 28. febrúar en sá síðari frá 29. febrúar til ársloka. Þannig fær árið 2020 tvo sunnudagsbókstafi: E og D.

Sunnudagsbókstafur hvers árs ásamt pöktum eru notaðir til að reikna út páska og aðrar hræranlegar hátíðir hvers árs.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.