Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 1957

Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 1957 var 25. Suður-Ameríkukeppnin í knattspyrnu og var haldin í Líma í Perú dagana 7. mars til 6. apríl. Sjö lið kepptu á mótinu þar sem öll liðin mættust í einfaldri umferð. Argentínumenn urðu meistarar með talsverðum yfirburðum og er sigurliðið talið eitt það besta í sögu argentínsku knattspyrnunnar.

Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 1957
Upplýsingar móts
MótshaldariPerú
Dagsetningar7. mars – 6. apríl
Lið7
Leikvangar1
Sætaröðun
Meistarar Argentína (11. titill)
Í öðru sæti Brasilía
Í þriðja sæti Úrúgvæ
Í fjórða sæti Perú
Tournament statistics
Leikir spilaðir21
Mörk skoruð101 (4,81 á leik)
Markahæsti maður Javier Ambrois
Humberto Maschio
(9 mörk hvor)
1956
1959a

Guillermo Stábile var þjálfari argentínska liðsins sem mætti ógnarsterkt til leiks. Liðið hafði á að skipa fimm manna sóknarlínu sem kölluð var Carasucias, sem var vísun í bandarísku glæpamyndina Angels with Dirty Faces með James Cagney. Hana skipuðu þeir Omar Corbatta, Humberto Maschio, Antonio Angelillo, Enrique Sívori og Osvaldo Cruz. Liðið skoraði 24 mörk í fimm fyrstu leikjum sínum, þar á meðal þrjú á móti Brasilíu og átta gegn Kólumbíu. Sigurinn var í höfn fyrir lokaumferðina þar sem Argentínumenn gátu leyft sér að tapa 2:1 fyrir liði heimamanna.

Frammistaðan í Perú fyllti argentínsku þjóðina mikilli bjartsýni á gott gengi á HM í Svíþjóð 1958. Í millitíðinni voru hins vegar þeir Sivori, Maschio og Angelillo keyptir til ítalskra liða og hættu að leika með landsliðinu. Argentína endaði í neðsta sæti síns riðils í Svíþjóð og tapaði m.a. 6:1 fyrir Tékkóslóvakíu.

Leikvangurinn breyta

Líma
Estadio Nacional de Peru
Fjöldi sæta: 50.000
 

Keppnin breyta

Sæti Lið L U J T Sk Fe Mm Stig
1   Argentína 6 5 0 1 25 6 +19 10
2   Brasilía 6 4 0 2 23 9 +14 8
3   Úrúgvæ 6 4 0 2 15 12 +3 8
4   Perú 6 4 0 2 12 9 +3 8
5   Kólumbía 6 2 0 4 10 25 +15 4
6   Síle 6 1 1 4 9 17 -8 3
7   Ekvador 6 0 1 5 7 23 -16 1
7. mars
  Perú 2-1   Ekvador
Áhorfendur: 50.000
Dómari: Erwin Hieger, Austurríki
Ambrois 26, 29 (vítasp.), 57, 74, Sasía 87 Larraz 12, 40 (vítasp.)
10. mars
  Perú 2-1   Ekvador
Áhorfendur: 55.000
Dómari: Robert Turner, Bretlandi
Terry 29, 37 (vítasp.) Cantos 44
13. mars
  Argentína 8-2   Kólumbía
Áhorfendur: 42.000
Dómari: Ronald Lynch, Bretlandi
Cruz 5, Angelillo 10, 73, Maschio 16 (vítasp.), 23, 53 (vítasp.), 85, Corbatta 59 Gamboa 34 (vítasp.), Valencia 37
13. mars
  Brasilía 4-2   Síle
Áhorfendur: 42.000
Dómari: Bertley Cross, Bretlandi
Didi 20, 26, 44, Pepe 46 Ramírez Banda 13, Fernández 89
16. mars
  Perú 1-0   Síle
Áhorfendur: 60.000
Dómari: Ronald Lynch, Bretlandi
Mosquera 57
17. mars
  Kólumbía 1-0   Úrúgvæ
Áhorfendur: 50.000
Dómari: Pedro Di Leo, Ítalíu
Arango 28
17. mars
  Argentína 3-0   Ekvador
Áhorfendur: 50.000
Dómari: Bertley Cross, Bretlandi
Angelillo 5, 39, Sívori 14
20. mars
  Argentína 4-0   Úrúgvæ
Áhorfendur: 40.000
Dómari: Erwin Hieger, Austurríki
Maschio 7, 73, Angelillo 48, Sanfilippo 83 Fernández 14, 28
24. mars
  Brasilía 9-0   Ekvador
Áhorfendur: 45.000
Dómari: Ronald Lynch, Bretlandi
Evaristo 22, 89, Pepe 25, Zizinho 34 (vítasp.), Joel 43, 68, Didi 78 Larraz 80 (vítasp.)
21. mars
  Síle 3-2   Ekvador
Áhorfendur: 45.000
Dómari: Erwin Hieger, Austurríkii
Verdejo 35, 70, Espinoza 62 Arango 68, Carrillo 83
23. mars
  Úrúgvæ 5-3   Perú
Áhorfendur: 55.000
Dómari: Bertley Cross, Bretlandi
Ambrois 22, 48, 60, 75, Carranza 26 Terry 3, Seminario 81, Mosquera 83
24. mars
  Síle 2-2   Ekvador
Áhorfendur: 45.000
Dómari: Erwin Hieger, Austurríkii
Ramírez Banda 18, 26 (vítasp.) Larraz 25 (vítasp.), Cantos 59
24. mars
  Brasilía 9-0   Perú
Áhorfendur: 45.000
Dómari: Bertley Cross, Bretlandi
Pepe 27, Evaristo 41, 44, 45, 75, 86, Didi 50, 60, Zizinho 85
27. mars
  Perú 4-1   Kólumbía
Áhorfendur: 55.000
Dómari: Ronald Lynch, Bretlandi
Terry 34, Rivera 35, 37, Bassa 83 Arango 73 (vítasp.)
28. mars
  Argentína 6-2   Síle
Áhorfendur: 50.000
Dómari: Robert Turner, Bretlandi
Sívori 7, Angelillo 21, 70, Maschio 53, 74, Corbatta 83 (vítasp.) Fernández 14, 28
28. mars
  Úrúgvæ 3-2   Brasilía
Áhorfendur: 50.000
Dómari: Erwin Hieger, Austurríki
Campero 15, 23, Ambrois 17 Evaristo 68, Didi 70
31. mars
  Brasilía 1-0   Perú
Áhorfendur: 55.000
Dómari: Ronald Lynch, Bretlandi
Didi 73 (vítasp.)
1. apríl
  Kólumbía 4-1   Ekvador
Áhorfendur: 40.000
Dómari: Harry Davis, Bretlandi
Álvarez 19 (vítasp.), Gutiérrez 22, Gamboa 30, 58 Larraz 32 (vítasp.)
1. apríl
  Úrúgvæ 2-0   Síle
Áhorfendur: 40.000
Dómari: Erwin Hieger, Austurríki
Campero 28, Roque 40
  • Leikurinn var flautaður af á 43.mín. vegna óláta áhorfenda.
3. apríl
  Argentína 3-0   Brasilía
Áhorfendur: 55.000
Dómari: Robert Turner, Bretlandi
Angelillo 23, Maschio 87, Cruz 90
6. apríl
  Perú 2-1   Argentína
Áhorfendur: 60.000
Dómari: Bertley Cross, Bretlandi
Mosquera 15, Terry 81 Sívori 50

Markahæstu leikmenn breyta

Humberto Maschio og Javier Ambrois voru jafnir markakóngar með níu mörk hvor. Alls voru 101 mark skorað af 33 leikmönnum, ekkert þeirra var sjálfsmark.

9 mörk
8 mörk
5 mörk

Heimildir breyta