Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 1919

Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 1919 var þriðja Suður-Ameríkukeppnin í knattspyrnu. Hún var haldin í Rio de Janeiro í Brasilíu daga 11. til 29. maí. Fjórar þjóðir sendu landslið til keppni sem léku öll hvert við annað. Brasilía varð meistari eftir sigur á Úrúgvæ í oddaleik.

Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 1919
Auglýsingaspjald keppninnar.
Upplýsingar móts
MótshaldariBrazil
Dagsetningar11. til 29. maí
Lið4
Leikvangar1
Sætaröðun
Meistarar Brasilía (1. titill)
Í öðru sæti Úrúgvæ
Í þriðja sæti Argentína
Í fjórða sæti Síle
Tournament statistics
Leikir spilaðir7
Mörk skoruð27 (3,86 á leik)
Markahæsti maður Arthur Friedenreich
Neco
(4 mörk hvor)
1917
1920

Leikvangurinn breyta

Rio de Janeiro
Estádio das Laranjeiras
Áhorfendur: 20.000
 

Keppnin breyta

 
Suður-Ameríkumeistarar Brasilíu.

Allt virtist stefna í að Úrúgvæ yrði Suður-Ameríkumeistari þriðja skiptið í röð þegar liðið náði 2:0 forystu gegn heimamönnum í lokaumferð riðilsins. Brasilíumenn náðu að jafna metin og kmnúðu fram oddaleik. Þar hafði brasilíska liðið betur með marki Arthur Friedenreich í framlengingu.

Daginn eftir úrslitaleikinn fengu leikmenn Úrúgvæ skelfilegar fregnir þegar markvörðurinn Roberto Chery lést á spítala. Hann hafði slasast í viðureign liðsins gegn Síle fyrr í keppninni en neyðst til að klára leikinn þar sem skiptingar voru ekki heimilar.

Sæti Lið L U J T Sk Fe Mm Stig
1   Brasilía 3 2 1 0 11 3 +8 5
2   Úrúgvæ 3 1 2 0 7 4 +3 5
3   Argentína 3 1 0 2 7 7 0 0
4   Síle 3 0 0 3 1 12 -11 0
11. maí
  Brasilía 6-0   Síle
Dómari: Juan Pedro Barbera, Argentínu
Friedenreich 19, 38, 76, Neco 21, 83, Haroldo 79
13. maí
  Argentína 2-3   Úrúgvæ
Dómari: Robert Todd, Englandi
Izaguirre 34, Varela 79 (sjálfsm.) C. Scarone 19, H. Scarone 23, Gradín 85
17. maí
  Úrúgvæ 2-0   Síle
Dómari: Adilton Ponteado, Brasilíu
C. Scarone 31, J. Pérez 43
18. maí
  Brasilía 3-1   Argentína
Dómari: Robert Todd, Englandi
Héitor 22, Amílcar 57, Millón 77 Izaguirre 65
22. maí
  Argentína 4-1   Síle
Dómari: Joaquim de Castro, Brasilíu
Clarcke 10, 23, 62, Izaguirre 13 France 33
26. maí
  Úrúgvæ 2-2   Brasilía
Dómari: Robert Todd, Englandi
Gradín 13, C. Scarone 13 Neco 29, 63

Úrslitaleikur breyta

Úrslitaviðureing Brasilíu og Úrúgvæ lauk með markalausu jafntefli eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Þá var griðið til annarrar tvisvar sinnum fimmtán mínútna framlengingar og kom eina mark leiksins snemma í henni. Þegar yfir lauk hafði viðureignin því tekið 150 mínútur sem má heita einsdæmi í heimsknattspyrnusögunni.

26. maí
  Brasilía 1-0 (e.framl.)   Úrúgvæ
Dómari: Juan P. Barbera, Argentínu
Friedenreich 122

Markahæstu leikmenn breyta

4 mörk
3 mörk

Heimildir breyta