Stormsegl er lítið þríhyrnt langsegl sem er sett upp þegar hvasst er til að halda skipinu upp í vindinn og auka stöðugleika þess til hliðanna. Stormsegl eru ekki hönnuð til að knýja skipið áfram, jafnvel þótt mönnum hafi tekist að beita stormseglum sér til bjargar á vélarvana bátum. Stormsegl eru gjarnan í áberandi rauðum eða appelsínugulum lit úr styrktum gúmmídúk eða öðru sterku efni.

Á seglskipum er stormseglið ýmis fest á stórsigluna í stað stórseglsins eða hengt á framstagið. Á vélbátum er það yfirleitt fest á mastur nálægt stefninu.