Stjörnutími er tímakvarði sem byggist á snúningi Jarðar miðað við fastastjörnur á himni, ólíkt sólartíma sem miðast við afstöðu sólarinnar. Á tiltekinni athugunarstöð verður sama stjarna nokkurn veginn á sama stað á himninum á sama stjörnutíma.

Vegna pólriðu er raunverulegur stjörnudagur ekki alveg reglulegur en meðalstjörnudagur er 23 klukkustundir, 56 mínútur og 4,0916 sekúndur að lengd. Hann er því um 3 mínútum og 56 sekúndum styttri en sólarhringurinn.

Eitt stjörnuár er sá tími sem það tekur sólina að birtast á sama stað á himninum. Það er um 6 tímum og 9,1626 mínútum lengra en almanaksárið og 20 mínútum 24,5128 sekúndum lengra en hvarfár. Munurinn stafar af möndulveltu jarðar og flutningi vor- og haustpunktanna vegna hennar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.