Stórsegl seglskips er stærsta seglið á stórsiglu þess. Á skipi með þverseglum er stórseglið venjulega stærsta og neðsta seglið á stórsiglunni. Á skipi með langseglum er stórseglið neðsta og stærsta seglið sem fest er aftan við stórsigluna á bómu að neðan.

Seglabúnaður kútters: Stórseglið er litað rautt.

Nútíma bermúdaslúppur notast við eitt þríhyrnt bermúdasegl sem stórsegl aftan við mastrið og fokku eða genúafokku framan við það. Rúllustórsegl er fest við sérstakan búnað sem gerir mögulegt að rúlla seglinu upp inni í bómunni eða mastrinu.