Solar Impulse er svissneskt verkefni sem gengur út á smíði langdrægra sólarorkuknúinna flugvéla í tilraunaskyni. Upphafsmenn verkefnisins eru André Borschberg og Bertrand Piccard sem var fyrstur til að fljúga loftbelg umhverfis jörðina án áningar á Breitling Orbiter 39 ásamt Brian Jones. Tvær sólarorkuknúnar flugvélar hafa verið smíðaðar á vegum verkefnisins, Solar Impulse 1 árið 2009 og Solar Impulse 2 árið 2014. Solar Impulse 2 var fyrsta sólarorkuknúna flugvélin sem lauk við ferð umhverfis jörðina (milli áningarstaða) 2015 til 2016. Lengsti leggurinn sem hún flaug í einu var milli Nagoya í Japan og Kalaeloa á Hawaii, 8.924 km.

Solar Impulse 1 lendir á Brussel-flugvelli eftir fyrsta vel heppnaða alþjóðaflugið 13. maí 2011.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.