Sogið

(Endurbeint frá Sog (á))

Sogið eða Sog er 19 kílómetra löng lindá sem fellur úr Þingvallavatni. Það er vatnsmesta lindá landsins með meðalrennsli upp á 110 /s. Mikil lax- og silungagengd er í ánni, en hún minnkaði þó til muna þegar Ljósafossstöð, fyrsta af þremur virkjunum árinnar, var byggð. Hinar virkjanirnar eru Steingrímsstöð og Írafossstöð. Sogið mætir Hvítá og myndar Ölfusá við Öndverðarnes.

Ljósafossstöð við Sogið.

Í Soginu eru tvö stöðuvötn, Álftavatn sem er grunnt og Úlfljótsvatn sem er fyrir neðan Dráttarhlíð sem skilur það frá Þingvallavatni. Álftavatn er eina almennilega vaðið á ánni þangað til hún var brúuð við Alviðru árið 1905.

Heimild breyta

  • „Sogið–Þingvallavatn“. Náttúrufræðistofnun Íslands. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. ágúst 2019. Sótt 22. ágúst 2019.
  • „Landsvirkjun - Sogsstöðvar“. Sótt 30. nóvember 2005.
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.