Skynmat er vísindaleg aðferð þar sem notað er kerfisbundið mat á lykt, bragði, útliti og áferð til að meta gæði matvæla. Í skynmati eru skynfæri mannsins, það er sjón-, lyktar-, bragð-, heyrnar- og snertiskyn notuð. Notaðar eru skipulegar aðferðir við undirbúning skynmats, sýnatöku og framkvæmd þess. Unnið er tölfræðilega úr niðurstöðum skynmats. Skynmat er eina aðferðin sem gefur beina mælingu á gæðaþáttum eins og neytandi vörunnar skynjar þá. Skynmat hefur aðallega verið notað í tenglsum við matvæli. Skynmat í íslenskum matvælaiðnaði hefur verið stundað á skipulagðan hátt; einkum sem þáttur í gæðaeftirliti. Fiskiðnaður, kjötvinnsla og mjólkuriðnaður hafa mest nýtt þessar aðferðir. Skynmat er einnig nýtt fyrir annars konar neytendavörur, svo sem sjónvörp (sjónrænt mat af til dæmis mynd, lit og upplausn), bíla (aksturseiginleikar á mismunandi undirlagi, lykt og þægindi við stýri), farsímar (útlit, hljóð, hversu notendavænt) osfrv.

Skynmat er mikið notað í vöruþróun og við gæðaeftirlit. Skynmatsaðferðir eru margvíslegar og er það háð tilgangi skynmatsins hverju sinni hvaða aðferðir eru notaðar. Með því að nota skynmat má fá hlutlægt eða huglægt mat. Hlutlægt mat er framkvæmt af skynmatshóp, sem yfirleitt samanstendur af 8-15 einstaklingum (dómurum) sem eru sérstaklega þjálfaðir fyrir skynmat. Þessir dómarar þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði, svo sem að geta þekkt og raðað styrkleika grunnbragðefna (sætt, salt, beiskt, súrt). Umami, stundum nefnt sem fimmta bragðefnið, er yfirleitt ekki tekið með í þessu samhengi, þar sem ekki margir þekkja það.

Líta má á mat skynmatshóps sem hlutlæga mælingu: Þeir greina eða meta hversu mikið eða hvort ákveðnir skynrænir eiginleikar eru til staðar en aldrei hvort eða hversu vel þeim líkar varan. Niðurstöður skynmats hjálpa hinsvegar til við að skilja viðbrögð neytenda. Skynmat getur gefið til kynna hvernig skynrænir þættir spila saman og sýnt heildar áhrif allra skynrænna þátta til dæmis hvernig sætt og súrt spila saman og svo framvegis Upplýsingar um hversu vel fólki líkar vörur fást með neytendakönnunum.

Flestir sem vinna með skynmat í dag nýta sér rafræna skráningu niðurstaðna. Dómarar framkvæma matið fyrir framan tölvuskjá og niðurstöðurnar fara í gagnaskrá til frekari úrvinnslu.

Netverkefni breyta

Virkt samstarf er meðal skynmatsfólks í gegnum netverkefni, fundi og ráðstefnur um skynmat í norrænu, evrópsku og alþjóðlegu samstarfi. Dæmi um slík netverkefni eru:

  • NMKL (Nordisk metodikkomite for levnedsmidler), subkomite 4: Skynmatsfólk frá norrænum löndum, nú ellefu þátttakendur (einn frá Íslandi, fjórir frá Noregi, tveir frá Danmörku, tveir frá Finnlandi og tveir frá Svíþjóð).
  • ESN: European Sensory Network. Upphaflega netverkefni innan Evrópu meðal hámenntaðra skynmatsfræðinga. Þrátt fyrir nafnið hefur ESN nú breyst í samtök á alþjóðavettvangi, sem einnig eru opin fyrirtækjum

Ráðstefnur um skynmat:

  • Sensometrics Meeting: Ráðstefna ætlað skynmatsfólki og tölfræðingum. Er skipulagt annað hvert ár, fyrst árið 1992 í Leiden, Hollandi. Um 100-150 þátttakendur.
  • Pangborn Symposium: Ráðstefna fyrir skynmatsfólk allstaðar að. Skipulagt í minningu Marie Pangborn (1932-1990) sem var átti heiðurinn að því að gera skynmat að fagsviði í Bandaríkjunum. Var fyrst haldi í Ålesund 1998 með um 400 þátttakendur. Á seinni árum hafa þátttakendur verið hátt í 1000.

Tenglar breyta

Forrit fyrir skynmat breyta