Númeraplata

(Endurbeint frá Skráningarmerki)

Númeraplata eða skráningarmerki er plata með runu bókstafa og tölustafa sem fest er á ökutæki til að einkenna það.

Íslensk númeraplata

Tengt efni

breyta

Gömlu skráningarmerkin

breyta

Áður en núverandi skráningarmerki komu til sögunnar voru reglugerðir þannig að bílar skyldu merktir með bókstaf þess svæðis þar sem eigandi bílsins átti lögheimili.

Skráningarbókstafir bílnúmera á gömlum skráningarmerkjum

breyta

A - Akureyrarkaupstaður og Eyjafjarðarsýsla
B - Barðastrandasýsla
D - Dalasýsla
E - Akraneskaupstaður
F - Siglufjarðarkaupstaður
G - Hafnarfjarðarkaupstaður og Gullbringu- og Kjósarsýsla
H - Húnavatnssýsla
Í - Ísafjarðarkaupstaður og Ísafjarðarsýsla
J - Íslenskir starfsmenn á Keflavíkurflugvelli
JO - Erlendir starfsmenn á Keflavíkurflugvelli
VL - Varnarliðið
VLE - Ökutæki hermanna
K - Sauðárkrókskaupstaður og Skagafjarðarsýsla
L - Rangárvallasýsla
M - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla
N - Neskaupstaður
Ó - Ólafsfjarðarkaupstaður
P - Snæfells- og Hnappadalssýsla
R - Reykjavík
S - Seyðisfjarðarkaupstaður og Norður-Múlasýsla
T - Strandasýsla
U - Suður-Múlasýsla
V - Vestmannaeyjakaupstaður
X - Árnessýsla
Y - Kópavogur
Z - Austur og Vestur-Skaftafellssýsla
Þ - Þingeyjarsýsla
Ö - Keflavíkurkaupstaður[1]

Heimildir

breyta
  1. goo.gl/o7f61Q "Gömlu" dráttarvélanúmerin - þessi emileruðu birt á Ferguson Félagið
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.