Skólesít er dæmigerður geislasteinn.

Skólesít

Lýsing breyta

Ferstrendir, smá íflatir, nálarlaga en samliggjandi kristallar mynda samvaxna sveipi er geisla hver frá einum punkti. Litlaus eða hvítt, glergljái eða daufan silkigljáa. Brotsár óslétt eða hrufótt. Kristalnálar 1-3 cm á lengd.

  • Efnasamsetning: CaAl2Si3O10 • 3H2O
  • Kristalgerð: mónóklín
  • Harka: 5
  • Eðlisþyngd: 2,25-2,31
  • Kleyfni: Góð á einn veg, samsíða langásnum

Útbreiðsla breyta

Algengt í ólivínbasalti frá Tertíer, finnst einnig með öðrum zeólítum á borð við mesólíti, kabasíti, thomsoníti og analsími. Hefur fundist við Teigarhorn, Reyðarfirði og Vesturhorni.

Heimild breyta

  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2