Segulljós er í stjörnufræði ljósfræðilegt fyrirbrigði sem einkennist af litríkum dansi ljóss á næturhimninum sem orsakast af samverkun hlaðinna einda úr sólvindi og efri lögum andrúmslofts reikistjörnu.

Norðurljós á Jörðinni

Á Jörðinni, Júpíter, Úranus og Neptúnus orsakast segulljós af samverkun sólvinds og segulsviðs reikistjörnunnar sem hrindir honum frá sér nema við segulpólana tvo, suður- og norðurpólinn þar sem sólvindurinn sleppur í gegn og lendir í tilfelli Jarðarinnar á hitahvolfinu og myndar segulljós, þegar fyrirbrigðið á sér stað á suðurhvelinu er það kallað suðurljós en norðurljós á norðurhvelinu.

Tenglar breyta

  • „Af hverju stafa norður- og suðurljósin?“. Vísindavefurinn.
  • Norðurljós - Fróðleiksbrot (Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur) Geymt 1 maí 2015 í Wayback Machine
  • „Norðurljós“; grein í Morgunblaðinu 2001


 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu