Sefætt (fræðiheiti: Juncaceae) er ætt hálfgrasa í grasbálki. Alls telur ættin 8 ættkvíslir og meira en 400 tegundir, sem hafa heimkynni sín allt frá norðurskauti suður undir miðbaug. Þau vaxa í næringarsnauðum jarðvegi, oft í votlendi þó það sé ekki algilt. Blöðin eru stakstæð og stráið sívalt og holt að innan. Sef hafa slétt, hárlaus blöð en hærur hafa slétt en hærð blöð.

Sefætt
Ljósasef (Juncus effusus)
Ljósasef (Juncus effusus)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar (Liliopsida)
Ættbálkur: Grasbálkur (Poales)
Ætt: Sefætt (Juncaceae)
Juss.
Type genus
Juncus
L.
Ættkvíslir