Sandra Mason

Forseti Barbados

Dame Sandra Prunella Mason (f. 17. janúar 1949) er barbadosk stjórnmálakona og lögfræðingur sem er fyrsti og núverandi forseti Barbados. Hún var áður áttundi og síðasti landstjóri Barbados á meðan landið heyrði undir bresku krúnuna. Mason tók við sem forseti landsins þann 30. nóvember 2021 þegar landið lagði niður konungdæmið og varð lýðveldi.[1][2][3][4][5]

Sandra Mason
Sandra Mason árið 2019.
Forseti Barbados
Núverandi
Tók við embætti
30. nóvember 2021
ForsætisráðherraMia Mottley
ForveriElísabet 2. (sem drottning)
Landstjóri Barbados
Í embætti
8. janúar 2018 – 30. nóvember 2021
ÞjóðhöfðingiElísabet 2.
ForsætisráðherraFreundel Stuart
Mia Mottley
ForveriSir Elliott Belgrave
EftirmaðurHún sjálf (sem forseti)
Persónulegar upplýsingar
Fædd17. janúar 1949 (1949-01-17) (75 ára)
Saint Philip, Barbados
ÞjóðerniBarbadosk
StjórnmálaflokkurÓflokksbundin
Börn1
HáskóliVestur-Indíaháskóli í Cave Hill (LLB)
Hugh Wooding-lagaskóli (LEC)

Mason er fyrrum lögmaður sem hefur setið við hæstarétt Sankti Lúsíu og við áfrýjunardómstól á Barbados. Hún var fyrsta konan sem hlaut lögmannsréttindi í landinu. Hún var formaður nefndar CARICOM sem hafði það hlutverk að meta efnahagslega samþættingu meðal aðildarríkja samtakanna. Mason var fyrsti sýslumaðurinn sem var skipaður sendiherra í Barbados og var fyrst kvenna til að sitja við áfrýjunardómstól landsins. Hún var jafnframt fyrsti Barbadosinn sem var útnefnd í gerðardóm ritararáðs breska samveldisins. Árið 2017 var Mason útnefnd áttundi landstjóri Barbados og tók við embætti þann 8. janúar 2018. Samhliða útnefningunni hlaut Mason riddaranafnbót með stórriddarakrossi í Orðu heilags Mikaels og heilags Georgs. Sem landstjóri Barbados varð Mason jafnframt stórmeistari Þjóðhetjuorðu Barbados, Heiðursorðu Barbados og Frelsisorðu Barbados.[6][7]

Uppvöxtur og menntun breyta

Sandra Prunella Mason fæddist þann 17. janúar 1949[8] í Saint Philip, Barbados.[9] Hún gekk í grunnskóla Heilagrar Katrínar þar til hún varð níu ára og gekk síðan í Drottningarháskólann á Barbados.[10] Hún hóf störf sem kennari við Gagnfræðaskóla Margrétar prinsessu árið 1968.[11] Næsta ár hlaut hún vinnu hjá Barclays-bankanum sem afgreiðslukona. Hún innritaðist í Vestur-Indíaháskólann í Cave Hill og útskrifaðist þaðan með BA-gráðu í lögfræði.[8] Mason var meðal fyrstu stúdentanna frá lagadeild háskólans og lauk námi þar árið 1973.

Árið 1975 hlaut Mason laganámsvottorð frá Hugh Wooding-lagaskólanum í Trínidad og Tóbagó og varð fyrsti barbadoski kvenlögfræðingurinn sem útskrifaðist frá skólanum.[10] Hún hlaut lögmannsréttindi þann 10. nóvember sama ár[12] og varð fyrsti kvenmeðlimur Lögfræðingafélags Barbados.[8] Mason er félagi í Alþjóðasamtökum Soroptimista og verndari landsdeildar samtakanna á Barbados.[13]

Lögfræðistörf breyta

Frá árinu 1975 vann Mason hjá sjóðsstjórn Barclays-banka og gegndi ýmsum störfum hjá fyrirtækinu til ársins 1977.

Árið 1978 byrjaði Mason að vinna sem sýslumaður við ungmenna- og fjölskyldudómstól og varð um leið leiðbeinandi í fjölskyldurétti við Vestur-Indíaháskólann. Hún hætti kennslustörfum árið 1983 og einbeitti sér að sýslumannsembættinu. Árið 1988 lauk Mason námskeiði í dómstólasýslu við Konunglegu stjórnsýslustofnunina í London.[8] Hún sat í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna frá stofnun hennar árið 1991 til ársins 1999 og var á þeim tíma varaformaður hennar frá 1993 til 1995 og formaður frá 1997 til 1999.[14]

Frá 1991 til 1992 var Mason formaður[8] og önnur tveggja kvenna sem voru útnefndar í þrettán manna nefnd sem hafði það hlutverk að meta efnahagslega samþættingu aðildarríkja CARICOM.[9] Hún hætti störfum við fjölskyldudómstólinn árið 1992[8] til að taka við embætti sendiherra Barbados í Venesúela. Hún var fyrsti barbadoski kvensýslumaðurinn sem gegndi því embætti. Þegar hún sneri aftur til Barbados[12] árið 1994 var hún útnefnd yfirsýslumaður og síðan skrásetjari við hæstarétt landsins árið 1997.[15]

Árið 2000 lauk Mason námi í sáttamiðlun við lagadeild Windsor-háskóla í Windsor í Ontario í Kanada. Hún lauk síðan áfanga við Lagastofnun breska samveldisins í Halifax í Nova Scotia árið 2001 og framhaldsnámskeiði í sáttamiðlun við Vestur-Indíaháskólann.[8] Hún vann sem skrásetjari barbadoska hæstaréttarins til ársins 2005 en var þá útnefnd í drottningarráð lögmannasambandsins.[8] Árið 2008 sór Mason embættiseið sem dómari við áfrýjunardómstól[15] og varð fyrst kvenna til að gegna þeirri stöðu í landinu.[8] Mason gegndi embætti landstjóra Barbados til bráðabirgða í þrjá daga árið 2012[16] og næsta ár varð hún fyrsti Barbadosinn sem tók sæti í áfrýjunardómstól ritararáðs breska samveldisins (e. Commonwealth Secretariat Arbitral Tribunal eða CSAT). Áfrýjunardómstóllinn leysir úr samningsdeilum meðal aðildarríkja breska samveldisins.[9] Eftir útnefningu hennar í embættið nefndi fréttamiðillinn Loop News Mason meðal tíu voldugustu kvenna á Barbados.[17]

Landstjóri Barbados breyta

Árið 2017 var Mason útnefnd áttundi landstjóri Barbados. Hún tók við embættinu þann 8. janúar næsta ár. Samhliða útnefningu hennar hlaut Mason einnig riddaranafnbót með stórkrossi í Orðu Heilags Mikaels og Heilags Georgs.[18]

Í „krúnuræðu“ sem Mason hélt til að kynna stefnu ríkisstjórnar Miu Mottley forsætisráðherra árið 2020 tilkynnti hún að Barbados hygðist gerast lýðveldi og víkja Elísabetu 2. Bretadrottningu úr embætti þjóðhöfðingja.[19] Þaðan af var ráðgert að Mason yrði útnefnd frambjóðandi í embætti fyrsta forseta Barbados, verði kjörin af báðum þingdeildum landsins og taki við embætti þann 30. nóvember 2021.[20][21][22]

Forseti Barbados breyta

Þann 12. október 2021 útnefndu forsætisráðherrann og leiðtogi stjórnarandstöðunnar Mason sameiginlega sem frambjóðanda til embættis fyrsta forseta Barbados.[23] Mason var kjörin forseti af báðum deildum barbadoska þingsins þann 20. október.[24] Hún tók embættinu þann 30. nóvember 2021.[25] Mason sór embættiseið sem fyrsti forseti Barbados við hátíðlega athöfn í Bridgetown og Karl Bretaprins, sem var viðstaddur sem fulltrúi Elísabetar drottningar, óskaði nýja lýðveldinu velfarnaðar.[26]

Tilvísanir breyta

  1. „Governor General Dame Sandra named first president-elect“. Loop Barbados. Sótt 21. október 2021.
  2. „New G-G named“. Barbados Advocate (enska). 28. desember 2017. Sótt 27. júlí 2020.
  3. „Sandra Mason to be new Governor General“. www.nationnews.com (bandarísk enska). 27. desember 2017. Sótt 6. febrúar 2021.
  4. „Congrats to the new GG“. www.nationnews.com (bandarísk enska). 29. desember 2017. Sótt 6. febrúar 2021.
  5. Agard, Rachelle; Amanda Lynch-Foster (8. janúar 2018). „New Governor General Dame Sandra Mason installed“. www.nationnews.com (bandarísk enska). Sótt 6. febrúar 2021.
  6. „Order of National Heroes Act 1998“ (PDF). Ríkisstjórn Barbados. 20. apríl 1998. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 2 desember 2021. Sótt 28. apríl 2021.
  7. Ríkisstjórn Barbados (19. ágúst 2019). „Official Gazette – No. 67 (Package)“. Government Information Service. Sótt 26. apríl 2021.
  8. 8,0 8,1 8,2 8,3 8,4 8,5 8,6 8,7 8,8 „Sandra Prunella Mason“. St. Michael, Barbados: Caribbean Elections. 2015. Afrit af upprunalegu geymt þann 26 júlí 2020. Sótt 1. desember 2015.
  9. 9,0 9,1 9,2 „Justice Sandra Mason records another first“. Barbados Advocate. St. Michael, Barbados. 9. ágúst 2013. Sótt 1. desember 2015.[óvirkur tengill]
  10. 10,0 10,1 „Governor General“. Official Website of the Barbados Government. Sótt 25. október 2021.
  11. „Caribbean Elections Biography | Sandra Prunella Mason“. caribbeanelections.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 21 október 2021. Sótt 25. október 2021.
  12. 12,0 12,1 Brathwaite 1999, bls. 287.
  13. „Soroptimists committed to empowerment of women, girls“. The Barbados Advocate (enska). 20. júní 2018.
  14. Erickson, Cohen & Hart 2001, bls. 231.
  15. 15,0 15,1 Blackman, Theresa (30. september 2008). „Court of Appeal Judge Sworn In“. St. Michael, Barbados: Barbados Government Information Service. Sótt 1. desember 2015.
  16. Martindale, Carol (30. maí 2012). „Justice Sandra Mason acting GG“. Nation News. St. Michael, Barbados. Afrit af upprunalegu geymt þann 1 desember 2015. Sótt 1. desember 2015.
  17. „The 10 most powerful women in Barbados“. The Loop. 23. október 2015. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. ágúst 2016. Sótt 1. desember 2015.
  18. „Sandra Mason to be new Governor General“. Nation News. Fontabelle, Saint Michael, Barbados. 27. desember 2017. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. desember 2017. Sótt 27. desember 2017.
  19. „Barbados to remove Queen Elizabeth as head of state“. BBC News (bresk enska). 16. september 2020. Sótt 25. október 2020.
  20. „Dame Sandra Mason nominated to be first Barbados President“. CARICOM Today (bandarísk enska). 23. ágúst 2021. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. september 2021. Sótt 29. september 2021.
  21. „Barbados announces presidential nominee, cuts ties with British monarchy. What does it mean?“. WION (enska). 6. september 2021. Sótt 29. september 2021.
  22. „Barbados to quit British Commonwealth effective December 1 — MercoPress“. MercoPress (enska). Sótt 5. október 2021..
  23. „Letter to the Speaker RE Nomination of Her Excellency Dame Sandra Mason as 1st President of Barbados“ (PDF). Þing Barbados. 12. október 2021. Sótt 16. október 2021.
  24. Barbados just appointed its first president as it becomes a republic - The National
  25. „In Barbados, parliament votes to amend constitution, paving the way to republican status“. ConstitutionNet. 30. september 2021. Sótt 9. október 2021.
  26. Ævar Örn Jósepsson (30. nóvember 2021). „Barbados orðið lýðveldi“. RÚV. Sótt 30. nóvember 2021.


Fyrirrennari:
Elísabet 2.
(sem drottning)
Forseti Barbados
(30. nóvember 2021 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti
Fyrirrennari:
Sir Elliott Belgrave
Landstjóri Barbados
(8. janúar 201830. nóvember 2021)
Eftirmaður:
Hún sjálf
(sem forseti)