Rosa Luxemburg (pólska: Róża Luksemburg; 5. mars 187115. janúar 1919) var pólskur byltingarsinni og hagfræðingur sem starfaði lengst í Berlín og var einn af stofnendum þýska kommúnistaflokksins og var helsti hugmyndafræðingur hans.

Rosa Luxemburg
Fædd5. mars 1871
Dáin15. febrúar 1919 (47 ára)
DánarorsökMyrt
ÞjóðerniPólsk og þýsk
MenntunHáskólinn í Zürich
FlokkurKommúnistaflokkur Þýskalands
MakiGustav Lübeck
Undirskrift

Bernska og námsár breyta

Rosa Luxemburg (1871-1919) er fædd og uppalin í Póllandi á tímum yfirráða Rússlands. Hún var yngst af fimm systkinum og fjölskylda var hennar lægri-millistéttarfólk af gyðingaættum. Hún var snemma á ungum aldri orðinn mikill aðgerðasinni í Póllandi, þar sem hún barðist fyrir samfélagslegu réttlæti. Til að komast í burtu frá rússnesku lögreglunni sem vildi gjarnan að koma henni fyrir á bak við lás og slá, þá flúði hún til svissnesku borgarinnar Zürich 18 ára. Þar gat hún haldið áfram með námið sitt, en hún útskrifast svo með doktorsgráðu í lögfræði og stjórnmála hagfræði árið 1989[1]. Í háskólanámi hennar í Sviss kynntist hún róttækum hugsuðum og aðgerðasinnum og gekk í þeirra raðir. Félagslegur lýðræðisflokkur pólska konungdæmisins var fyrsti vettvangurinn þar sem hún lét til sín taka sem hugmyndafræðingur.

Ritdeilur við Bernstein breyta

Rósa gerði sig snemma gildandi í þýska sósíaldemókrataflokknum, sem þá rúmaði enn þá tvo hópa sem seinna áttu eftir að klofna í krata og kommúnista. Meðal annars kenndi hún efnilegum flokksmönnum í flokksskóla, og tók virkan þátt í deilum um stefnu flokksins. Eduard Bernstein var formaður hans í lok 19. aldar, og þótt hann kenndi sig við marxismann, leiddi hann flokkinn á braut umbótastefnu, kosningabaráttu og skipulagningar verkalýðsfélaga sem einbeittu sér að kaupum og kjörum. Eitt frægasta rit sitt, Þjóðfélagsumbætur eða byltingu?, samdi Luxemburg sem ádeilu á stefnu Bernsteins, og hélt fram málstað byltingarsinnaðs marxisma gegn umbóta- eða endurskoðunarstefnunni sem Bernstein boðaði.

Kvenréttindi breyta

 
Stytta af Rósu Luxemburg í Berlín.

Árið 1910 var haldin alþjóðleg ráðstefna Alþjóðasamtaka sósíalískra kvenna undir nafninu Vinnandi konur. Þar stuðluðu Rosa Luxemburg og Clara Zetkin, kvenréttindakona og leiðtogi kvennadeildar þýska jafnaðamannaflokksins sem lagði fram tillöguna, að því að stofnaður yrði alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Ráðstefnan, sem sótt var af yfir 130 konum frá 16 löndum, samþykkti tillöguna samhljóma. Í dag er þessi dagur haldin 8. mars ár hvert.

Stjórnmálaþátttaka breyta

Á árunum fyrir fyrri heimsstyrjöldina sáu flokkar sósíaldemókrata — sem sameiginlega mynduðu Annað alþjóðasambandið — að til styrjaldar stefndi, og ákváðu að vinna gegn styrjaldarþátttöku í hverju landi fyrir sig. Þegar stríðið hófst, stóðu fáir þingmenn þeirra samt við það. Rósa Luxemburg og fleiri róttækari sósíaldemókratar efndu þá til tveggja ráðstefna í Sviss árið 1916, í Zimmerwald og Kienthal, þar sem hinir róttæku ákváðu að segja skilið við endurskoðunarsinnana. Heim komin til Þýskalands gekk Rósa Luxemburg þá í að stofna hreyfingu Spartakista, sem kenndi sig við rómverskan uppreisnarþræl, ásamt Karli Liebknecht, eina þingmanni þýskra sósíaldemókrata sem hafði greitt atkvæði gegn stríðs-fjáraukalögum vegna styrjaldarinnar.

Nóvemberbyltingin breyta

Í nóvember 1918 braust út bylting í Þýskalandi, rétt áður en landið samdi um vopnahlé í styrjöldinni. Þótt Luxemburg og Liebknecht hefðu ekki talið tímabært að byrja byltingu, ákváðu þau að fyrst hún væri samt hafin, væri best að leggja allt í sölurnar. Liebknecht kom fram á svalir þinghússins í Berlín og hélt ræðu fyrir mannfjölda, þar sem hann lýsti yfir stofnun alþýðulýðveldis.

Við vopnahléð í heimsstyrjöldinni var þýski herinn afvopnaður, en hægrisinnaðir uppgjafarhermenn mynduðu þá sínar eigin nokkurn veginn óháðu hersveitir, Fríðliðasveitirnar (Freikorps), sem tókust á við byltingarmenn í Berlín frá nóvember 1918 og fram í janúar 1919. Í þessum róstum voru Liebknecht og Luxemburg hvött til að fara huldu höfði, en vildu það ekki. Þau voru bæði tekin föst í desember 1918.

Framlag Rosu til hagfræðinnar breyta

Die Akkumulation des Kapitals breyta

Luxemburg og Karl Marx breyta

Rosa Luxemberg er þekktust innan hagfræðinnar fyrir rit sitt “Die Akkumulation des Kapitals” eða Auðsöfnun á íslensku sem hún gaf út árið 1913. Þar greindi hún verk Karl Marx, sérstaklega kenningum Marx á kapítalisma[2]. Í ritum hans uppgötvaði hún þversagnir um hvernig hann skýrði vöxt kapítalismans. Í líkani Marx getur framleiðsla og hagvöxtur aukist innan hreins kapítalisks kerfis, eða m.ö.o., í markaði þar sem aðeins lifðu verkamenn og kapítalistar. Þá jókst auðsöfnun með því að kapítalistarnir spöruðu hluta af tekjunum sínum og fjárfestu þeim sparnaði í aukna framleiðslu og fjármuni [3]. Eins byltingarkennt og líkan Marx var um uppsöfnun fjármuna þá var það ekki fullmótað þegar hann lést [4]. Rosa mat það sem skyldu sína og annara fylgjenda Karls Marx að klára verk hans [3].

Greining Luxemburgar á vexti kapítalismans breyta

Hennar mótrök voru að framleiðsla gæti ekki aukist innan hreins kapítalísks kerfis. Ástæðan var sú að framleiðsla væri ávallt jöfn neyslu, þar sem neyslan skapar eftirspurn eftir aukinni framleiðslu. Samkvæmt Luxemburg gat neysla ekki aukist nógu mikið innan þessa lokaða kerfis, þar sem eftirspurnin væri takmörkuð. Spurning Luxemburg var því: Hvaðan kemur þessi aukna eftirspurn ef við erum í hreinu kapítalísku umhverfi? Svar hennar við þessu var sú að hún þyrfti að koma frá ómarkaðsvæddum svæðum. Þar með væri eina leiðin til að auka eftirspurn, og þar með framleiðslu og fjármuni, er sú að kapítalistarnir þyrftu að flytja sig inn á nýja markaði þar sem kapítalisminn var ekki búin að stinga niður rótum. Annars vegar, á meðal ómarkaðsvædda sviða innan samfélagsins og hins vegar með innkomu inn í nýlendurnar [3].

Spá Luxemburgar um endalok kapítalismans breyta

Rosa var harðorð með eðli kapítalismans og sagði að vöxtur kapítalismans þrífðist aðeins af nýlendum sínum og öðrum ómarkaðsvæddum svæðum og veldur þeim miklum skaða í leiðinni [3]. Að lokum þegar kapítalistarnir væru óumflýjanlega búnir að markaðsvæða alla jörðina og fullnýta allt sem hún hefur upp á að bjóða ásamt fólkinu á jörðinni, þá myndi kapítalisminn hrynja [5].

Gagnrýni raunlauna breyta

Hún gagnrýndi einnig þá forsendu sem Karl Marx lagði fram um að raunlaun vinnumanna væru alltaf föst. Hún vildi skoða betur hvernig fólksfjölgun og vöxtur auðsöfnunar (e. rate of accumulation of capital) tengdust og taldi Marx hafa einfaldað þetta. Hún taldi að raunlaun myndu aldrei vaxa yfir lágmarksframfærslu verkamannanna, þar sem það væri ekki í eðli kapítalismans á meðan Marx var bjartsýnni á að laun gætu hækkað í uppsveiflum hagkerfisins [4].

Gagnrýni á hagfræðikenningu og arfleifð Luxemburgar breyta

Die Akkumulation des Kapitals” var harðlega gagnrýnt á sínum tíma, bæði af stuðningsmönnum Karl Marx og andstæðingum hans[4]. Hagfræðingar hennar tíma gagnrýndu sérstaklega staðhæfingu hennar um að vöxtur kapítalismans orsakaðist aðeins af innkomu í nýja markaði þar sem ljóst var að vöxtur gæti einnig vel átt sér stað innan hreins kapítalísks markaðar, sem seinna var sannað [3]. En þetta rit var og er enn mikilvægt í sögu hagfræðinnar og varpar áhugaverðu ljósi á mál samtíma hennar ásamt málum nútímanns.[4]

Verk Luxemburgar út frá sjónarhorni 21. aldarinnar breyta

Tillögur Luxemburgar í ljósi samtíma hennars breyta

Í byrjun 20. aldarinnar var verndarstefnan í miklum vexti, eins og til dæmis aukning í verndartollum [6]. Einnig var vaxandi stríðshætta á þessum tíma og nýlendustefnan í fullum gangi [7]. Aukning í verndartollum merkti, að mati Luxemburgar, að löndin væru að vernda sína ómarkaðsvæddu markaði frá öðrum löndum sem myndu vilja lengja arma síns markaðar inn á svæði annara. Einnig væru þau að berjast sín á milli til að ná yfirráðum yfir nýlendum til að markaðsvæða. Þessi þróun styrkti hennar sýn á að grunnforsenda vaxtar kapítalismans er innkoma inn á ómarkaðsvædd svæði [3].

Forsendur Luxemburgar og Marx, með tilliti til sögulegrar þróunar kapítalismans breyta

Tækniframfarir og fjármunir breyta

Það sem fólst fyrir augum Luxemburgar, ásamt mörgum hagfræðingum hennar tíma, var að hún sá ekki fyrir þessum miklu tækniframförum sem áttu eftir að eiga sér stað. Þar af leiðandi varð framleiðslufallið sem Luxemburg hefði lagt fram, orðið of einfaldað vegna þess að hún gerði ráð fyrir föstum hlutföllum fjármuna og vinnuafls. Út frá þessari einföldun þá er niðurstaða framleiðslufallsins sú, að framleiðsla hvers manns fyrir hvern vinnandi dag, haldist föst, sem yrði ekki raunin út 20. öldina. [1].

Raunlaun breyta

Einnig, hafði Luxemburg ekki spáð fyrir því að raunlaun myndu hækka með tímanum, sem þau gerðu með vexti kapítalismans. Þessir tveir þættir eru lykilatriði í varðveitingu kapítalismann og leysa þeir sum þeirra vandamála sem Luxemburg var óróleg með [1].

Breytt neysluhegðun breyta

Með innflutningi og meiri iðnaði breyttist neysluhegðun venjulegs fólks. Fólk fór að sækjast eftir meiri munaðarvarningi en áður fyrr sem eykur þar með eftirspurn innan hreins kapítalísks markaðar, sem eykur framleiðslu og fjármuni.[8]

Tækniframfarir, hækkun raunlauna og breytt neysluhegðun eru nokkur af grunnforsendum þess að vöxtur kapítalisminn hafi lifað mun lengur en Luxemburg spáði fyrir.[1]


Dauði og arfleifð breyta

Þann 15. janúar 1919 voru Rosa Luxemburg og Karl Liebknecht bæði drepin í haldi, án dóms og laga. Líki Rósu var kastað út í síkið Landwehrkanal í Vestur-Berlín. Frá þeim tíma hefur verið litið á hana sem einn af píslarvottum kommúnismans og minnst á ýmsan hátt, m.a. heitir breiðstræti eftir henni í Berlín og árlega eru gengin minningarganga að gröf hennar og haldin ráðstefna í minningu hennar, um byltingarsinnaða baráttu.

Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 „Rosa Luxemburg | Life, Revolutionary Activities, Works, & Facts | Britannica“. www.britannica.com (enska). 7. september 2023. Sótt 9. september 2023.
  2. Bo Sandelin; Hans-Michael Trautwein and Richard Wundrak (2016). A Short History of Economic Thought, third edition. Routledge. Taylor and Francis Group.
  3. 3,0 3,1 3,2 3,3 3,4 3,5 Dellheim, Judith (2016), „From 'Accumulation of Capital' to Solidarity Based Ways of Life“, Rosa Luxemburg: A Permanent Challenge for Political Economy, Palgrave Macmillan UK, bls. 305–338, doi:10.1057/978-1-137-60108-7_11, ISBN 978-1-137-60107-0
  4. 4,0 4,1 4,2 4,3 Rosa Luxemburg (1951). „The Accumulation of Capital“ (PDF). Rare Masterpieces of Philosophy and Science.
  5. The Editors of Encyclopaedia Britannica. „German Marxism after Engels, The work of Kautsky and Bernstein“. Britannica.
  6. „Protectionism | Definition, Examples, & Facts | Britannica Money“. www.britannica.com (enska). 14. september 2023. Sótt 24. september 2023.
  7. „Western colonialism | Definition, History, Examples, & Effects | Britannica“. www.britannica.com (enska). 1. ágúst 2023. Sótt 24. september 2023.
  8. Robert L. Heilbroner (1999). The Worldly Philosophers: The Lives, Times And Ideas Of The Great Economic Thinkers (7. útgáfa).