Richard Phillips Feynman (11. maí 191815. febrúar 1988) einn áhrifamesti bandaríski eðlisfræðingur 20. aldarinnar og bætti hann allmikið við skammtarafsegulfræði kenninguna. Hann var talinn mjög góður fyrirlesari og oft sagður hafa verið besti eðlisfræðikennarinn sem uppi hefur verið (fékk viðurnefni „The Great Explainer“ eða „útskýrandinn mikli“). Hann kom við sögu í Manhattan verkefninu og sat í rannsóknarnefndinni sem fór yfir orsakir Challenger-slyssins. Hann hlaut nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrir verk sín í skammtarafsegulfræði 1965 og fékk einnig Oersted-orðuna fyrir kennslu. Richard Feynman var einnig góður bóngótrommuleikari.

Richard Feynman

Verk breyta

Feynman skrifaði mikið af vísindagreinum og gaf út bækur sem innihéldu sögur úr lífi hans. Þar segir hann meðal annars frá þátttöku sinni í Manhattan verkefninu og sem nefndarmaður í rannsóknarnefnd skipaðri af þáverandi forseta Bandaríkjanna til þess að rannsaka orsök Challenger slyssins.

Kennslubækur og hliðsjónarefni breyta

Stærsta verk sem hann gaf út var The Feynman Lectures on Physics (1961-1963) sem er safn kennslubóka ætlaðar eðlisfræðinemum. Tilurð verksins á rætur sínar að rekja til sérstakra aðstæðna Tækniháskólans í Kaliforníu upp úr 1960. Ricard Feynman, mikils virtur prófessor og vísindamaður við skólann, var orðin ein skærasta stjarnan í heimi skammtarafsegulfræðimanna, og kórónaði ferilinn er hann hlaut Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 1965. Á sama tíma voru grunnnemendur skólans að grotna niður og flosna upp úr námi í eðlisfræði vegna úrelts kennsluefnis. Feynman var fenginn til að bæta úr því með því að endurskipuleggja alla kennslu nemenda fyrstu tvö ár þeirra við Háskólann, og kenna efnið sjálfur. Þar sem þetta var talinn vera sögulegur viðburður voru allar kennslustundirnar teknar upp á segulband og ljósmynd var tekin af öllum teikningum á töflu. Stuttu eftir að kennslan hófst tóku einhverjir eftir því að nemendum væri að fækka, en á móti fækkuninni vann sá orðrómur sem barst á milli prófessora að 'hinn mikli útskýrandi Feynman' væri að kenna inngangsnámskeið í eðlisfræði, og fjölgaði því áheyrendum yfir heildina þar sem Feynman hafði einstakt lag á því að skilja hluti í nýju og nytsamlegu ljósi.

Tengt efni breyta

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.