Reykjavik Energy Invest

Reykjavik Energy Invest (eða REI) er viðskiptaþróunar- og fjárfestingararmur Orkuveitu Reykjavíkur[1]. Fyrirtækið sérhæfir sig í starfsemi tengdri virkjun á jarðhitaorku. REI var stofnað í mars 2007. Ákveðið var þann 4. október 2007 að sameina Reykjavik Energy Invest og Geysir Green Energy [2] , en síðar var horfið frá því eftir að meirihlutaskipti urðu í borgarstjórn Reykjavíkur.

Upphaf REI breyta

Grunnhugsunin að baki REI var að nýta sérþekkingu sem byggst hefur upp innan Orkuveitu Reykjavíkur á sviði Jarðvarmanýtingar á erlendum vettvangi. Orkuveitan var eigandi félagsins að fullu í fyrstu. Bjarni Ármannsson kom síðan inn í hluthafahóp REI í september 2007. Þá var tilkynnt um markmið félagsins, að afla 50 miljarða í hlutafé sem nota ætti í framkvæmdir og rannsóknir. Bjarni sjálfur lagði til 500 miljónir í félagið. Stefnt var að því að Orkuveitan yrði eigandi 40 prósenta hluta í félaginu.

Deilur um sameininguna breyta

Í byrjun október 2007 urðu málefni fyrirtækisins að miklu pólitísku bitbeini í borgarstjórn Reykjavíkur meðal meirihlutastjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Deilt var um hvort og hvenær Reykjavíkurborg ætti að selja hlut sinn í fyrirtækinu. Lyktaði þeim deilum með því að Framsóknarflokkur sleit stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokk[3] og tók upp nýtt samstarf við Frjálslynda flokkinn, Vinstri Græna og Samfylkinguna.

Tilvísanir breyta

  1. „Ensk heimasíða Orkuveitu Reykjavíkur“. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. október 2007. Sótt 12. október 2007.
  2. Lykilkraftar útrásar orkugeira sameinast; grein í Fréttablaðinu 2007
  3. http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1296430 Grein mbl.is um myndun nýrrar borgarstjórnar

Tenglar breyta