Raumaríki er hérað í Akershusfylki í Suðaustur-Noregi. Það er 3.806 km² að stærð og íbúarnir voru 249.889 1. janúar 2011. Sveitarfélögin í héraðinu eru þrettán:

Raumaríki.

Saga breyta

Raumaríki er fornt heiti og áður en Noregur var sameinaður ríktu þar smákonungar. Íbúar þess kölluðust Raumar og er þeirra getið í ýmsum fornum heimildum, svo sem Bjólfskviðu. Talið er líklegt að nafnið megi rekja til þess að neðri hluti árinnar Glommu hét áður Raumur. Raumaríki er eitt frjósamasta svæði Noregs og í skógunum þar voru einnig góðar veiðilendur, svo að héraðið hefur líklega byggst snemma.

Snorri Sturluson nefnir í Heimskringlu að Sigurður hringur og Ragnar loðbrók sonur hans hafi verið við völd í Raumaríki og Vestfold allt út til Grenmars. Hálfdan svarti, faðir Haraldar hárfagra, lagði Raumaríki undir sig að sögn Snorra, felldi Sigtrygg konung og hrakti Eystein bróður hans úr ríkinu. Eftir dauða Hálfdanar komst Raumaríki undir Eirík Eymundsson Svíakonung en Haraldur hárfagri náði svo völdum þar að nýju og varð það hluti af sameinuðum Noregi.