Ralph Waite (fæddur 22. júní 1928; d. 13. februar 2014) var bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í The Waltons, Carnivàle, NCIS og Days of Our Lives.

Ralph Waite
Waite á 40 ára afmæli The Waltons 2012
Waite á 40 ára afmæli The Waltons 2012
Upplýsingar
FæddurRalph Waite
22. júní 1928(1928-06-22)
Ár virkur1967 -
Helstu hlutverk
John Walton Sr. í The Waltons
Presturinn Norman Balthus í Carnivàle
Jackson Gibbs í NCIS
Presturinn Matt í Days of Our Lives

Einkalíf breyta

Waite er fæddur og uppalinn í White Plains, New York. Stundaði nám við Bucknell-háskóla í Lewisburg, Pennsylvaníu. Waite var meðlimur bandaríska sjóhersins frá 1946-1948. Waite stundaði mastersnám við Guðfræðideild Yale-háskóla og vann sem ritstjóri hjá Harper & Row í New York áður en hann gerðist leikari. Waite hefur verið giftur þrisvar sinnum og á hann þrjár dætur en ein þeirra lést þegar hún var níu ára[1]. Waite bauð sig fram til þrisvar sinnum til þings í Kaliforníu sem Demókrati en náði aldrei inn.

Ferill breyta

Leikhús breyta

Waite byrjaði að koma fram í leikhúsum árið 1963 þegar hann lék í Marathon 33 sem prestur við ANTA Playhouse leikhúsið. Árið 1964 þá kom hann fram í Blues for Mister Charlie og Traveller Without Luggage. Önnur leikrit sem Waite hefur komið fram í eru: Lake Hollywood, Twelfth Night, Hamlet og Hogan´s Goat.

Sjónvarp breyta

Waite er þekktastur fyrir hlutverk sín í sjónvarpi, en fyrsta hlutverk hans var í sjónvarpsmyndinni The Borgia Stick frá 1967. Wait kom fram sem gestaleikari í N.Y.P.D. og Roots. Árið 1972 þá var Waite boðið hlutverk í The Waltons sem John Walton Sr. Sem hann lék til ársins 1981. Eftir það þá lék hann í nokkrum sjónvarpsmyndum og síðan árið 1996 þá lék hann Malcolm Dietrich í Murder One. Árið 2003 þá var Waite boðið hlutverk í Carnivàle sem presturinn Norman Balthus sem hann lék til ársins 2005. Waite hefur síðan 2008 verið með stór gestahlutverk í NCIS sem Jackson Gibbs, faðir Jethro Gibbs og í Days of Our Lives sem presturinn Matt frá 2009-2010. Waite hefur einnig komið fram sem gestaleikari í sjónvarpsþáttum á borð við: Time Trax, All My Children, Cold Case, Grey's Anatomy, Bones og Off the Map.

Kvikmyndir breyta

Fyrsta hlutverk Waite var árið 1967 í kvikmyndinni Cool Hand Luke og hefur hann síðan leikið í kvikmyndum á borð við: Five Easy Pieces, The Mangificent Seven Ride, The Bodyguard, Sunshine State og Letters to God.

Kvikmyndir og sjónvarp breyta

Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1967 Cool Hand Luke Alibi
1968 A Lovely Way to Die Sean Magruder
1969 Last Summer Pabbi Peters óskráður á lista
1970 Five Easy Pieces Carl Fidelio Dupea
1971 The Pursuit of Happiness Rannsóknarfulltrúinn Cromie
1971 The Sporting Club Olson
1971 Lawman Jack Dekker
1971 The Grissom Gang Mace
1972 Chato´s Land Elias Hooker
1972 The Magnificent Seven Ride Jim Mackay
1972 Trouble Man Pete Cockrell
1973 Girls on the Road John
1973 The Stone Killer Mathews
1973 Kid Blue Trommari
1980 On the Nickel C.G.
1988 Good Old Boy: A Delta Boyhood Þulur
1990 Desperate Hours ónefnt hlutverk
1992 The Bodyguard Herb Farmer
1993 Cliffhanger Frank
1994 Sioux City Drew McDermott
1996 Homeward Bound II: Lost in San Francisco Shadow Talaði inn á
2000 Timequest The Time Traveler
2002 Sunshine State Furman Temple
2004 Silver City Casey Lyle
2010 Letters to God Cornelius Perryfield
2011 25 Hill Ed
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
???? Look Up and Live Kynnir Þáttur: Sounds of Alienation
1967 The Borgia Stick Maðurinn frá Toledo Sjónvarpsmynd
1967-1968 N.Y.P.D. Robert Stryker 2 þættir
1970 Hoby Bonanza Þáttur: The Lady and the Mark
1971 Nichols Sam Burton Þáttur: The Specialists
1973 The Thanksgiving Story ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
1976 The Secret Life of John Chapman John Chapman Sjónvarpsmynd
1977 Roots Slater 3 þættir
1977 Waiting for Godot Pozzo Sjónvarpsmynd
1977 Red Alert Henry Stone Sjónvarpsmynd
1980 OHMS Floyd Wing Sjónvarpsmynd
1980 The Waltons: A Decade of the Waltons Hann sjálfur Sjónvarpsmynd
1980 Angel City Jared Teeter Sjónvarpsmynd
1972-1981 The Waltons John Walton, Sr. 196 þættir
1981 The Gentleman Bandit Presturinn Bernard Pagano Sjónvarpsmynd
1982 A Wedding on Walton´s Mountain John Walton Sjónvarpsmynd
1982 Mother´s Day on Waltons Mountain John Walton Sjónvarpsmynd
1982 A Day for Thanks on Walton´s Mountain John Walton Sjónvarpsmynd
1983 The Mississippi Ben Walker 2 þættir
1984 A Good Sport Tommy O´Bannon Sjónvarpsmynd
1984 Growing Pains Rob Sjónvarpsmynd
1985 Crime of Innocence Frank Hayward Sjónvarpsmynd
1989 Red Earth, White Earth Martin Sjónvarpsmynd
1989 Murder, She Wrote Saksóknarinn Paul Robbins Þáttur: Alma Murder
1990 Sparks: The Price of Passion Orville Lemon Sjónvarpsmynd
1990 Shannon´s Deal Harry Þáttur: Hitting Home
1993 A Walton Thanksgiving Reunion John Walton Sjónvarpsmynd
1994 Keys Dr. C.J. Halligan Sjónvarpsmynd
1994 Time Trax Sergeant Lamont Carson Þáttur: Missing
1994 Sin & Redemption Cal Simms Sjónvarpsmynd
1995 A Season of Hope Sam Hackett Sjónvarpsmynd
1995 A Walton Wedding John Walton Sjónvarpsmynd
1996 Murder One Macolm Dietrich 7 þættir
1997 Orleans Otis Leblanc Sjónvarpsmínisería
1997 A Walton Easter John Walton Sjónvarpsmynd
1997 The Third Twin Þingmaðurinn Proust Sjónvarpsmynd
1999 The Outer Limits Gene Morton Þáttur: Small Friends
1999 Rocket Power Doc Freimouth Þáttur: Fall and Rise of Sam/Typhoid Sam
Talaði inn á
1999 Chicken Soup for the Soul Pabbinn Þáttur: A Secret Promise Kept
2000 Spirit Jacob Sjónvarpsmynd
2001 All My Children Bart ónefndir þættir
2003 Blessings Fógetinn Sjónvarpsmynd
2004 The Practice Walter Josephson Þáttur: Avenging Angels
2003-2005 Carnivàle Presturinn Norman Balthus 16 þættir
2007 Murder 101: If Wishes Were Horses Jacob Brawley Sjónvarpsmynd
2007 Cold Case Felton Metz árið 2007 Þáttur: World´s End
2007 Cane Presturinn Mike Þáttur: The Perfect Son
2008 The Cleaner Jonus Mullins Þáttur: Lie with Me
2008 Generation Gap Chick Sjónvarpsmynd
2008 CSI: Crime Scene Investigation Fógetinn Montgomery Þáttur: Young Man with a Horn
2009 Ace Ventura: Pet Detective Jr. Afinn Ventura Sjónvarpsmynd
2009 Grey´s Anatomy Irving Waller Þáttur: Tainted Obligation
2009 Bones Hank Booth Þáttur: The Foot in the Foreclosure
2008-2010 NCIS Jackson Gibbs 5 þættir
2009-2010 Days of Our Lives Presturinn Matt 39 þættir
2011 Off the Map Abuelito Þáttur: On the Mean Street of San Miguel

Leikstjóri breyta

  • 1973-1980: The Waltons - 16 þættir
  • 1980: On the Nickel
  • 1983: The Mississippi - Þáttur: Mardi Gras

Handritshöfundur breyta

  • 1980: On the Nickel

Tónlistarhöfundur breyta

  • 1974-1978: The Waltons - 2 þættir

Framleiðandi breyta

  • 1984: A Good Sport - Meðframleiðandi

Leikhús breyta

ANTA Playhouse

  • 1963-1964: Marathon 33 sem presturinn/hluti af leikhópi
  • 1964: Blues for Mister Charlie sem dómarinn/Ralph
  • 1964: Traveller Without Luggage sem varaleikari fyrir Gaston og Georges Renaud
  • 1967: The Trial of Lew Harvey Oswald sem Henry Rogers

Music Box Theatre

  • 1969: The Waterin Place sem pabbinn

Longacre Theatre

  • 1966: Slapstick Tragedy sem Henry/Bruno

Linda Gross Theater

  • 2002: This Thing of Darkness sem Frank/Donald

Peter Norton Space

  • 1999: Lake Hollywood sem Andrew

Signature Theatre

  • 1995: The Young Man from Atlanta sem Will Kidder

Lucille Lortel Theatre

  • 1992-1993: The Destiny of Me sem Richard Weeks
  • 1965: The Last Days of Lincoln, óþekkt hlutverk

Union Square Theatre

  • 1987: Bunker Reveries sem Jack Packard

Joseph Papp Public Theater/Newman Theater

  • 1974: The Killdeer sem Ted
  • 1967-1968: Hamlet sem Claudius

Delacorte Theatre

  • 1969: Twelfth Night sem Orsino

Circle in the Square Downtown

  • 1981: The Father sem Cavalry Captain
  • 1967: Drums in the Night sem Andrew Kragler

Theater at St. Clement´s Church

  • 1965-1967: Hogan´s Goat sem Matthew Stanton

Tilvísanir breyta

  1. „Presbyterian Church (U.S.A.) - News & Announcements - 'The Waltons' star Ralph Waite finds a home in church“. Pcusa.org. 6. ágúst 2010. Sótt 12. ágúst 2010.

Heimildir breyta

Tenglar breyta