Princeton Township er bæjarfélag í Mercer-sýslu í New Jersey í Bandaríkjunum. Íbúafjöldi bæjarfélagsins var 16.027 árið 2000.

Myndin sýnir staðsetningu Princeton Township í Mercer-sýslu í New Jersey
Sjá einnig aðgreiningarsíðuna fyrir yfirlit yfir aðrar merkingar Princeton

Í Princeton township er Institute for Advanced Study, sem er einkarekin rannsóknarstofnun þar sem m.a. Albert Einstein, Kurt Gödel, John Forbes Nash og og ýmsir aðrir nóbelsverðlaunahafar hafa unnið. Princeton University er að mestu leyti innan bæjarmarka Borough of Princeton, sem er inni í Princeton Township, en angar háskólasvæðisins teygja sig inn í Princeton Township.

Princeton Township og Borough of Princeton mynda saman svæðið „Princeton, New Jersey“ lík og um eitt bæjarfélag væri að ræða þótt engin formleg tengsl séu milli bæjarfélaganna.

Heimild breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Princeton Township“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 22. júlí 2006.

Tengt efni breyta

Tengill breyta