Philippe de Champaigne

Philippe de Champaigne (26. maí 160212. ágúst 1674) var barokkmálari af franska skólanum. Hann fæddist í Brussel og lærði hjá Jacques Fouquières. 1621 flutti hann til Parísar þar sem hann vann við skreytingar í Lúxemborgarhöll ásamt Nicolas Poussin undir stjórn Nicolas Duchesne.

Ex Voto de 1662.

Síðar vann hann fyrir Mariu de'Medici og Richelieu kardinála. Síðar á ævinni varð hann fyrir áhrifum frá jansenisma. Eftir að lömuð dóttir hans læknaðist fyrir kraftaverk í nunnuklaustrinu Port-Royal, málaði hann eitt frægasta verk sitt Ex Voto de 1662 sem sýnir dóttur hans með abbadísinni Cathérine-Agnès Arnauld.

  Þessi myndlistagrein sem tengist Frakklandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.