Pekingönd er þekktur andaréttur frá Peking og er einn af þjóðarréttum Kínverska alþýðulýðveldisins. Öndin er matreidd með þunnri, stökkri skorpu. Endur eru aldar sérstaklega fyrir þennan rétt og slátrað eftir 65 daga eldi. Þá eru fuglarnir hengdir upp og látnir þorna og smurðir með hunangi og síðan látnir þorna enn frekar þar til hamurinn er skraufþurr. Fuglinn er síðan ofnsteiktur. Pekingönd er gljáandi og dökkrauðbrún á lit. Niðurrifið kjöt er borið fram með hoisinsósu, vorlauk og litlum pönnukökum.

Pekingönd

Myndir af Pekingönd breyta

Heimild breyta

  • Nanna Rögnvaldardóttir, Matarást, Iðunn, Reykjavík, 2002
   Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.