Paul Horwich (f. 1947) er breskur heimspekingur og prófessor við New York University. Horwich hefur einkum fengist við málspeki og frumspeki, sannleika og merkingu. Horwich lauk doktorsprófi frá Cornell-háskóla þar sem hann naut leiðsagnar Arthurs Fine. Hann kenndi áður við MIT, University College London og CUNY Graduate Center.

Vestræn heimspeki
Heimspeki 20. aldar,
Heimspeki 21. aldar
Nafn: Paul Horwich
Fæddur: 1947
Skóli/hefð: Rökgreiningarheimspeki
Helstu ritverk: Truth; Meaning
Helstu viðfangsefni: Málspeki, frumspeki
Markverðar hugmyndir: Naumhyggja um sannleikann

Horwich er málsvari naumhyggju um sannleikann og notkunarhyggju um merkingu.

Helstu rit breyta

  • Asymmetries in Time: Problems in the Philosophy of Science (1987)
  • Truth (1990)
  • Meaning (1998)
  • From a Deflationary Point of View (2005)
  • Reflections on Meaning (2005)
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.