Otto Neumann Sverdrup (f. 1854 - d. 1930) var norskur landkönnuður.

Otto Sverdrup í fyrstu ferð sinni á skipinu Fram

Sverdrup var með í ferð Fridtjof Nansen 1888 yfir Grænland og var 1893 fengin stjórn skipsins Fram, og stýrði því 1895 þegar Nansen reyndi að ná norðurpólnum. Árið 1898 reyndi Sverdrup að sigla umhverfis Grænland gegnum Baffinsflóa en honum mistókst að komast gegnum Naressund og varð að eyða vetrinum á Ellismere eyju þar sem hann og áhafnarmeðlimir hans könnuðu og nefndu marga áður ókannaða firði og lönd á vesturströnd eyjarinnar sem skýrir af hverju mörg örnefni á norðurslóðum Kanada bera keim norsku.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.