El Hadj Omar Bongo Ondimba (f. Albert-Bernard Bongo, 30. desember 19358. júní 2009) var forseti Gabon frá 1967 til dauðadags. Hann var yngsti ríkjandi forseti þegar hann tók við embætti aðeins 31 árs gamall eftir lát þáverandi forseta, Leon M'ba sem hafði verið við völd frá því landið fékk sjálfstæði. Þegar Gnassingbé Eyadéma, forseti Tógó, lést árið 2005 varð Bongo sá Afríkuleiðtogi sem lengst hafði verið við völd. Þegar Bongo lést var hann fimmti þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heims.

Omar Bongo (t.v.) á fundi með George W. Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu árið 2004.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.