Norðmannsreynir (Sorbus norvegica) er reynitegund.

Norðmannsreynir
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósaættbálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Undirætt: Reynisætt (Maloideae)
Ættkvísl: Reyniviður (Sorbus)
Undirættkvísl: Aria
Tegund:
S. norvegica

Tvínefni
Sorbus norvegica
Hedl.

Lýsing breyta

Norðmannsreynir getur orðið mest 15m hár með stofn að 25 sm í þvermál. Blöðin eru breið aflöng til öfugegglaga, breiðust við eða fyrir ofan miðju; að ofan dökkgræn, og að neðan gráhvít hæring. Óreglulega sagtennt. Blómin eru hvít og eru í breiðum hálfsveip. Berin eru rauð, kringlótt og 10 til 13 sm löng.

Útbreiðsla og búsvæði breyta

Norðmannsreynir finnst næstum einvörðungu í Noregi þar sem hann vex meðfram ströndinni frá Halden í Østfold til Sirevåg í Rogaland. Nokkrir fundarstaðir á Vestlandet eru líklega útplantanir eða úrvilling úr ræktun. Í Svíþjóð finnst hann á nokkrum stöðum í Bohuslän og Dalsland. Tegundin vex í kjarri, skógarjaðri, fjöllum og skriðum.

Norðmannsreynir er fjórlitna og fjölgar sér með geldæxlun. Hann hefur líklega komið fram við tvöföldun litninga hjá hinni suðlægari tegund Seljureyni (Sorbus aria).

Tenglar breyta

Tilvísanir breyta

   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.