Narynfljót (Kyrgyz: Нарын, Uzbek: Norin) rís upp í Tian Shan-fjöllum í Kirgistan, Mið-Asíu og rennur vestur í gegnum Fergana dalinn til Úsbekistan. Þar sameinast það Kara Darya (nálægt Namangan) og myndar Syr Darya-fljótið.

Narynfljót
Map
Staðsetning
LandÚsbekistan
Einkenni
UppsprettaTian Shan
Hnit41°49′05″N 78°02′40″A / 41.818161°N 78.0445°A / 41.818161; 78.0445
Árós 
 • staðsetning
Syr Darya
Lengd807 kílómetri
Vatnasvið59.900 ferkílómetri
Rennsli 
 • miðlungs429 m3/sek
breyta upplýsingum

Narynfljót er 807 km ásamt efri farvegi Chong-Naryn og vatnasvæði þess er 59.100 km².[1] Árlegt rennsli er 13,7 km³.

Í fljótinu eru mörg uppistöðulón sem er nýtt til raforkuframleiðslu. Stærsta þeirra er Toktogul lónið í Kirgistan en í því eru 19,9 km³ af vatni. Stíflur neðan við Toktogul í Kirgistan eru: Kürpsay, Tash-Kömür, Shamaldy-Say og Üch-Korgon. Fyrir ofan Toktogul í Kirgistan eru Kambar-Ata-2 og At-Bashy stíflurnar á meðan Kambar- Ata-1 stíflurnar eru í skipulagsferli.[2]

Nokkrir staðir við fljótið: Kirgistan: Kara-Say (sjá Barskoon), Naryn svæði, Naryn, Dostuk, Jalal-Abad svæði, Kazarman, Toktogul tjörn,Kara-Köl , Tash-Kömür.

  1. Нарын (река), Great Soviet Encyclopedia
  2. „List of major hydroelectric facilities Kyrgyzskoy Republic“ (PDF) (rússneska). CA Water. Sótt 24. febrúar 2012.

Ytri tenglar breyta

 
Gervihnattamynd af samruna Naryn og Kara Darya (falskur litur). Ræktarlönd sjást vel.
 
Kort af Aralvatni, Syr Darya, Amu Darya og Naryn í austri.