Nýtt kvennablað var íslenskt tímarit sem gefið var út á árunum 1940-1967. Guðrún Stefánsdóttir frá Fagraskógi stofnaði tímaritið ásamt þeim Jóhönnu Þórðardóttur og Maríu Knudsen. Í upphafi voru þær þrjár í ritstjórn blaðsins en eftir að Jóhanna og María féllu frá stóð Guðrún ein að ritstjórn þess. Fyrsta tölublaðið kom út þann 19. júní árið 1940.

Í tímaritinu var fjallað um málefni og menningu kvenna frá ýmsum hliðum. Blaðið var einnig vettvangur fyrir ljóð og sögur kvenna.[1] [2]

Tilvísanir breyta

  1. Penninn, Ljóð Guðrún St. frá Fagraskógi Geymt 5 maí 2019 í Wayback Machine, (skoðað 5. maí 2019)
  2. Timarit.is Nýtt kvennablað (skoðað 5. maí 2019)