Næturgárun er fyrsta sólóplata Gísla Þórs Ólafssonar og kom hún út þann 6. mars 2012. Platan var gefin út af höfundi undir flytjandanafninu Gillon. Upptökur fóru fram í Stúdíó Benmen á Sauðárkróki og var upptökustjórn í höndum Sigfúsar Arnars Benediktssonar. Myndin á umslaginu er einnig eftir hann.

Þrjár heimagerðar smáskífur voru gerðar (geisladiskar) og voru það lögin Blindaður af ást, Næturkossar og Ást á internetinu.

Þrír þriggja stjarna dómar birtust um plötuna. DV sagði plötuna nýjung miðað við aðrar plötur hans og textarnir skemmtilegir.[1]

Í lok ágúst 2019 var platan sett á Spotify. Í kjölfarið kom út 7" smáskífa með lögunum Blindaður af ást og Andrés Önd.

Lagalisti breyta

Lög og textar eftir Gísla Þór Ólafsson (nema annað komi fram)

  • Næturkossar (meðhöfundur lags: Óli Þór Ólafsson)
  • Blindaður af ást
  • Gyðjan brosir (ljóð: Geirlaugur Magnússon)
  • Ást á internetinu
  • Andrés Önd
  • Fyrir tilstilli þína
  • Um mann og konu (ljóð: Jón Óskar)
  • Morguntár
  • Fjólubláir draumar

Hljóðfæraleikur breyta

  • Gísli Þór Ólafsson - Söngur, kassagítar, klassískur gítar, kontra- og rafbassi, hljóðgervill og raddir
  • Sigfús Arnar Benediktsson - Rafmagnsgítar, trommur, hljóðgervill, harmonikka og kassgítar
  • Andri Már Sigurðsson - Söngur í Blindaður af ást
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir - Söngur í Blindaður af ást og Um mann og konu, raddir í Fyrir tilstilli þína
  • Dagrún Ísabella Leifsdóttir - Blokkflauta og rödd í Gyðjan brosir
  • Sæþór Már Hinriksson - Söngur í Næturkossar
  • Guðbrandur J. Guðbrandsson - Trompet í Ást á internetinu
  • Snævar Örn Jónsson - Bassi í Morguntár

Ljóðin á plötunni breyta

Ljóð Geirlaugs Magnússonar er úr bókinni N er aðeins bókstafur sem kom út árið 2003.

Ljóð Jóns Óskars er úr bókinni Nóttin á herðum okkar sem kom út árið 1958.

Heimildir breyta

  1. „Einlægur Gillon“. DV. 29-10-2012. Afrit af upprunalegu geymt þann 29-07-2013.