Moð er í garðyrkju efni sem sett er ofan á moldina sem gróðursett er í til að viðhalda hita og raka í jarðvegi, hamla illgresi og auka næringu. Moð getur verið ýmist ólífrænt eða lífrænt og jafnvel er talað um lifandi moð þegar ákveðnum tegundum af jurtum (t.d. hvítsmára eða belgjurtum) er sáð í þeim tilgangi að hylja moldina umhverfis hinar eiginlegu nytjajurtir. Algengast er þó að nota jurtaleifar (t.d. trjákurl, hálm eða lauf), plast eða möl.

Litað viðarkurl notað sem moð.

Tengt efni breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.