Meshuggah er sænsk þungarokkssveit frá Umeå, Svíþjóð, sem stofnuð var árið 1987. Sveitin er þekkt fyrir framúrstefnulegan stíl með flóknum töktum. Hljómsveitin spilar einhvers konar öfgaþungarokk og blöndu af meðal annars dauðarokki, þrassi og framsækinu þungarokki. Meshuggah vakti fyrst athygli með plötunni Destroy, Erase, Improve (1995) og telst áhrifamikil í þungarokksgeiranum. Gítar- og bassaleikarar hljómsveitarinnar hafa notast við sjö og átta strengja gítara.

Meshuggah á Eistnaflugi, Neskaupstað.
Fredrick Thordendal gítarleikari Meshuggah spilar flókin sóló.

Árið 2016 spilaði hljómsveitin á Eistnaflugi í Neskaupstað. Meshuggah þýðir brjálaður á jiddísku.

Meðlimir breyta

  • Jens Kidman – söngur (1987–), gítar (1987–1992)
  • Fredrik Thordendal – gítar, bakraddir (1987–), bassi (2001–2004)
  • Tomas Haake – trommur (1990–)
  • Mårten Hagström – gítar (1992–)
  • Dick Lövgren – bassi (2004–)

Fyrrum meðlimir breyta

  • Niklas Lundgren – trommur (1987–1990)
  • Peter Nordin – bassi (1987–1995)
  • Gustaf Hielm – bassi (1995–2001)

Breiðskífur breyta

  • Contradictions Collapse (1991)
  • Destroy Erase Improve (1995)
  • Chaosphere (1998)
  • Nothing (2002)
  • Catch Thirtythree (2005)
  • obZen (2008)
  • Koloss (2012)
  • The Violent Sleep Of Reason (2016)
  • Immutable (2022)