Menningarlandfræði

Menningarlandfræði er undirgrein mannvistar landfræði. Fyrstu rannsóknir á mismunandi þjóðum og menningu eru aldagamlar frá landfræðingum eins og Ptólmæos og Strabo. Menningarlandfræði kom fram sem fræðigrein á fyrri hluta 20. aldar og þá sem svar við umhverfis nauðhyggju (e.: enviromental determinist theories) sem gerði ráð fyrir að fólk og samfélög mótuðust fyrst og fremst af sínu náttúrufarslega umhverfi. Menningarlandfræði skoðaði menningarlandslag en ekki flokkun umhverfis á náttúrufarslegum forsendum. Brautryðjandi á þessu svið var Carl O. Sauer við Kaliforníuháskóla í Berkeley í Bandaríkjunum. Uppbygging og þróun menningarlandfræðinnar hefur að mestu verið í höndum Bandaríkjamanna.

Menningarsvæði

Menningarlandfræðingar líta þannig á að menning og samfélög mótist af því landslagi sem er til staðar en móti það einnig. Þessi gagnvirkni milli náttúrulegs landslags og manna skapar menningarlandslag. Þessi skilningur er grundvöllur menningarlandsfræði en á undaförnum 40 árum hefur hún tengst umfjöllun um menningu í öðrum fræðigreinum, þar á meðal mannfræði, félagsfræði, bókmenntafræði og femínisma; engin ein skilgreining ríkir þó á hugtakinu menningu innan menningarlandfræði.

Yfirlit breyta

Alþjóðavæðing er hugtak sem hefur verið notað til að varpa ljósi á þróun í átt að menningarlegri einsleitni.

Viðfangsefni menningarlandfræði

  • Kenningar um menningarleg yfirráð eða menningarlega samhæfingu með menningarlegri heimsvaldastefnu.
  • Breytileiki landfræðilegra menningarsvæða út frá því hvernig lífstíll inniheldur hugmyndir, viðhorf, tungumál, venjur og stjórnskipulag.[1]
  • Rannsóknir á menningarlandslagi[2][3] og menningar vistfræði.
  • Önnur viðfangsefni svo sem staðarvitund, nýlendustefna, alþjóðahyggja, fólksflutningar og vistferðaþjónusta.

Saga breyta

 
Á 19. öld gaf Charles Booth út bókaflokk undir nafninu „Life and Labour of the People in London“, með kortum um fátækt í borginni.


Carl O. Sauer brautryðjandi í menningarlandfræði skilgreindi landslag sem grunnhugtak í landfræðilegum rannsóknum. Hann sá að menning og samfélög mótuðust af landslagi en mótuðu það einnig. Þessi gagnvirkni milli náttúrulegs landslags og manna skapar menningarlandslag. Verk Sauer byggðu á eigindlegum rannsóknaraðferðum og voru meira lýsandi en greinandi. Á fjórða áratug 20. aldar komu fram aðrar áherslur með svæðalandfræði Richard Hartshore. Hartshorne lagði áherslu á mikilvægi kerfisbundinnar greiningar á þáttum sem voru breytilegir frá einum stað til annars; í anda megindlegra rannsóknaraðferða. Eftir það féll menningarlandfræði í skuggann af áherslu á að gera landfræði að vísindagrein í anda pósitívisma. Fræðimenn eins og David Lowenthal héldu þó áfram að skrifa um huglæga og megindlega þætti landslags.

Á áttunda áratugnum kom fram ný gagnrýni á pósitívisma í landfræði. Gagnrýnin beindist að nauðhyggju og abstrakt hugmyndum megindlegrar landfræði. Þessar nýju vendingar í menningarlandfræði voru leiddar af landfræðingum eins og Yi-Fu Tuan, Edward Relph og Anne Buttimer í gegnum húmanisma, fyrirbærafræði og túlkunarfræði. Þær höfðu einnig í för með sér nýjar áherslur í mannvistarlandfræði í átt að síðpósitivisma undir merkjum nýrrar menningarlandfræði (e.: new cultural geography) með stuðningi frá gagnrýnni landfræði (e.: critical geography)

Áframhaldandi þróun menningarlandfræði breyta

 
Heimsmenningarkort byggt á verkum stjórnmálafræðinganna Ronald Inglehart og Christian Welzel árið 2004.
 
Tónlistarmenningarkort af Gamelan, Kulintang og Piphat í Suðaustur-Asíu

Frá því á níunda áratugnum hefur ný menningarlandfræði litið dagsins ljós. Hún byggist á fjölbreytilegum fræðilegum hefðum svo sem marxisma, femínisma, postcolonialisma, strucpostturalism og sálgreiningu (e.:psychoanalysis).

Kenningar franska heimspekingsins Michel Foucault og kenningar um performativity hafa haft mikil áhrif á þessa þróun; einnig postcolonial kenningar og kenningar um afbyggingu sem nýtast til að varpa ljósi á áhrifatengsl skynjunar og staðar. Í þessu samhengi er áhugavert hvernig merkmiðapólitík tengist svæðum og stöðum.

Dæmi um rannsókarsvið:

  • Femenísk landfræði
  • Landfræði barna
  • Ferðaþjónustuandfræði
  • Hegðunarlandfræði
  • Kyn og svæði
  • Pólitísk landfræði
  • Tónlistarlandfræði

Sumir innan nýju menningarlandfræðinnar hafa verið að skoða á gagnrýnin hátt hugmyndir um staðvitund. Því tengt er gagnrýni poststructuralistum eins og Michel de Certeau og Gilles Deleuze, á Foucault. Á þessu sviði hafa rannsóknir á sviði óhlutbundinnar landfræði (e.: non-representational geography) og fólksflutninga verið ríkjandi. Aðrir hafa reynt að innleiða þessa og aðra gagnrýni í nýju menningarlandfræðina.

Innan landfræðinnar eru mismunandi skoðanir á hlutverki menningar og hvernig á að greina hana í landfræðilegu samhengi. Algengt er að eðlisræn landfræði horfi einungis menningar út frá húsum, fatnaði og matargerð. Slíkar hugmyndir eru þó almennt afskrifaðar sem umhverfisnauðhyggja (e.: enviromental determinism). umhverfisákvörðun Landfræðingar eru nú líklegri til að líta á menningu sem safn af táknum sem gerir fólki kleift að skilja heiminn í kringum sig; einnig sem birtingu valdatengsla milli hópa og uppbyggingu þar sem félagslegum breytingum eru settar skorður eða þær virkjaðar. Það eru margar leiðir innan landfræði til að skoða þýðingu menningar, en almennt rannsaka landfræðingar hvernig menning tengist landfræðilegu mynstri, tilvist staða og stöðuleika þeirra.

Tilvísanir breyta

  1. Jones, Richard C. (2006). "Cultural Diversity in a "Bi-Cultural" City: Factors in the Location of Ancestry Groups in San Antonio." Journal of Cultural Geography.
  2. Sinha, Amita; 2006; Cultural Landscape of Pavagadh: The Abode of Mother Goddess Kalika; Journal of Cultural Geography
  3. Kuhlken, Robert; 2002; Intensive Agricultural Landscapes of Oceania; Journal of Cultural Geography