Matthew Fontaine Maury

Matthew Fontaine Maury (f. 14. janúar 1806, d. 1. febrúar 1873) var bandarískur stjörnufræðingur, haffræðingur, veðurfræðingur, rithöfundur, jarðfræðingur og kennari.

Mynd af Maury frá 1853.

Maury var brautryðjandi á sviði kortlagningu helstu siglingaleiða í heiminum. Hann lauk verki sínu um hafstrauma og vindafar, Wind and Current Chart of the North Atlantic, á byltingarárinu 1848. Í kjölfarið breiddist aðferðafræði hans út um allan heim og leiddi til stórbættra samgangna á sjó. Fyrir vikið var Maury sleginn til riddara í nokkrum evrópskum konungsríkjum, meðal annars veitti Friðrik 7. honum Dannebrogsorðuna.

Tengill breyta