Mastur er hátt og grannt mannvirki sem haldið er uppi með stögum, ólíkt turnum sem haldast uppi af eigin rammleik. Til eru meðal annars útvarpsmöstur, rafmagnsmöstur og möstur á seglskipum, sem kölluð eru siglur eða reiðar. Mastur Langbylgjustöðvarinnar á Gufuskálum (412 m) er hæsta mastur á landi í V-Evrópu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.