Mary Simon

Landstjóri Kanada

Mary Jeannie May Simon (Inúktitút: Ningiukudluk; f. 21. ágúst 1947)[3][2] er kanadískur fyrrum útvarpsmaður, embættismaður og ríkiserindreki sem er núverandi landstjóri Kanada.[4] Simon er fyrsti kanadíski frumbygginn sem gegnir landstjóraembættinu.[5]

Mary Simon
Mary Simon árið 2022.
Landstjóri Kanada
Núverandi
Tók við embætti
26. júlí 2021
ÞjóðhöfðingiElísabet 2.
Karl 3.
ForsætisráðherraJustin Trudeau
ForveriJulie Payette
Persónulegar upplýsingar
Fædd21. ágúst 1947 (1947-08-21) (76 ára)
Kangiqsualujjuaq, Québec, Kanada[1]
ÞjóðerniKanadísk
MakiWhit Fraser ​(g. 1994)[2]
Börn3

Simon fæddist í Kangiqsualujjuaq í Nunavik í Québec. Hún vann í stuttan tíma sem framleiðandi og kynnir fyrir CBC North á áttunda áratugnum. Hún hóf síðar störf í þágu hins opinbera og varð meðlimur í framkvæmdastjórn Inúítasambands Norður-Québec. Simon tók þátt í að semja um Charlottetown-sáttmálann, sem var frumvarp að stjórnarskrárbreytingum sem var að endingu hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1992. Hún varð fyrsti sendiherra Kanada í málefnum norðurslóða frá 1994 til 2004 og lék lykilhlutverk í samningaviðræðum um stofnun Norðurskautsráðsins.[1] Hún var einnig sendiherra Kanada í Danmörku frá 1999 til 2002. Þann 6. júlí 2021 tilkynnti Justin Trudeau forsætisráðherra að Simon hefði verið útnefnd til að taka við af Julie Payette sem landstjóri Kanada.[6]

Tenglar breyta

Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 „Biography – Mary J. Simon“. Crown-Indigenous Relations and Northern Affairs Canada. Sótt 6. júlí 2021.
  2. 2,0 2,1 „Simon, Mary | Inuit Literatures ᐃᓄᐃᑦ ᐊᓪᓚᒍᓯᖏᑦ Littératures inuites“. inuit.uqam.ca. Sótt 2. júní 2021.
  3. 'Honoured, humbled and ready': Mary Simon's first speech as incoming Governor General“. CTV News. 6. júlí 2021.
  4. Catharine Tunney; John Paul Tasker (6. júlí 2021). „Inuk leader Mary Simon named Canada's 1st Indigenous governor general“. CBC. Sótt 9. júlí 2021.
  5. Ásgeir Tómasson (6. júlí 2021). „Fyrst frumbyggja í embætti landstjóra“. RÚV. Sótt 9. júlí 2021.
  6. „Prime Minister announces The Queen's approval of Canada's next Governor General“. Heimasíða forsætisráðherra Kanada. Sótt 8. júlí 2021.


Fyrirrennari:
Julie Payette
Landstjóri Kanada
(21. janúar 2021 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti