Marilyn Joy Waring, CNZM (fædd 7. október 1952) er femínisti og stjórnmálamaður frá Nýja Sjálandi. Hún er aðgerðasinni fyrir mannréttindum kvenna og umhverfismálum og er þekkt sem brautryðjandi feminískrar hagfræði. Hún var meðlimur þingsins 1975-1984. Hún er fræg fyrir bók sína If Women Counted (1988).[1]

Marilyn Waring árið 2020.

Árið 1989 hlaut Waring D.Phil. í stjórnmálahagfræði frá háskólanum í Waikato með ritgerð um þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna.[2]

Tilvísanir breyta

  1. http://www.bloomberg.com/news/2013-06-18/women-unaccounted-for-in-global-economy-proves-waring-influence.html, Bloomberg
  2. Waring, Marilyn J. (1989). A woman's reckoning: a feminist analysis of the power of the internationally accepted conception and implementation of the United Nations System of National Accounts (DPhil thesis) (enska). University of Waikato.