Marconi-félagið var breskt fjarskiptafélag sem starfaði frá 1897 til 2006 þegar yfirtöku sænska fyrirtækisins Ericsson á félaginu lauk. Fyrirtækið var stofnað af ítalska uppfinningamanninum Guglielmo Marconi sem Wireless Telegraph & Signal Company eftir að hann fékk einkaleyfi á uppfinningu sinni í Bretlandi. Fyrirtækið var frumkvöðull á sviði langdrægra fjarskipta og útvarpssendinga og framleiðslu útvarpsviðtækja. Fyrsta útvarpsframleiðslulína heims var sett upp af fyrirtækinu í Chelmsford árið 1898. Fyrstu útvarpsútsendingarnar í Bretlandi voru gerðar af félaginu sem varð árið 1922 eitt af sex stofnfélögum BBC. Félagið stóð einnig á bak við stofnun Unione Radiofonica Italiana sem síðar varð ítalska ríkisútvarpið RAI. Eftir Síðari heimsstyrjöld gekk fyrirtækið í gegnum nokkrar yfirtökur og endurskipulagningu þar til sænska fjarskiptafélagið Ericsson eignaðist nafnið árið 2006.

Albert Einstein ásamt öðrum vísindamönnum og verkfræðingum við þráðlausa stöð Marconi-félagsins í Somerset, New Jersey árið 1921.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.