Malta í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva

Malta hefur tekið þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 33 sinnum síðan að frumraun landsins í keppninni átti sér stað árið 1971. Malta á enn eftir að vinna keppnina og er með flestu topp-3 niðurstöður án sigurs, eða samtals fjórar. Þar eftir fylgir Ísland með næst besta árangur án sigurs.

Malta

Sjónvarpsstöð Public Broadcasting Services Limited (PBS)
Söngvakeppni Engin (2021–)
Ágrip
Þátttaka 33 (26 úrslit)
Fyrsta þátttaka 1971
Besta niðurstaða 2. sæti: 2002, 2005
Núll stig Aldrei
Tenglar
Síða PBS
Síða Möltu á Eurovision.tv

Malta endaði í seinasta sæti í fyrstu tveim þátttökunum árin 1971 og 1972, og eftir 1975 dró landið sig úr keppni. Eftir sextán ára fjarveru, tók Malta þátt í keppninni árið 1991 og hefur verið með öll ár síðan þá. Endurkoma Möltu reyndist árangursrík þar sem að landið endaði í topp-10 sætunum í tólf af fimmtán keppnum á milli áranna 1991 og 2005. Þar á meðal voru það þriðja sæti fyrir Mary Spiteri (1992) og Chiara (1998), og annað sæti fyrir Ira Losco (2002) og Chiara (2005). Eftir að hafa lent í seinasta sæti árið 2006, hefur Möltu ekki tekist að ná jafn góðum árangri og hefur síðan þá aðeins endað í topp-10 sætunum í tvö skipti: Gianluca Bezzina í áttunda sæti (2013) og Destiny Chukunyere í sjöunda sæti (2021).

Yfirlit þátttöku (niðurstöður) breyta

Merkingar
1 Sigurvegari
2 Annað sæti
3 Þriðja sæti
Síðasta sæti
Framlag valið en ekki keppt
Þátttaka væntanleg
Ár Flytjandi Lag Tungumál Úrslit Stig U.úrslit Stig
1971 Joe Grech Marija l-Maltija maltneska 18 52 Engin undankeppni
1972 Helen & Joseph L-imħabba maltneska 18 48
1975 Renato Singing This Song enska 12 32
1991 Paul Giordimaina & Georgina Could It Be enska 6 106
1992 Mary Spiteri Little Child enska 3 123
1993 William Mangion This Time enska 8 69 Kvalifikacija za Millstreet
1994 Chris & Moira More Than Love enska 5 97 Engin undankeppni
1995 Mike Spiteri Keep Me In Mind enska 10 76
1996 Miriam Christine In a Woman's Heart enska 10 68 4 138
1997 Debbie Scerri Let Me Fly enska 9 66 Engin undankeppni
1998 Chiara The One That I Love enska 3 165
1999 Times Three Believe 'n Peace enska 15 32
2000 Claudette Pace Desire enska [a] 8 73
2001 Fabrizio Faniello Another Summer Night enska 9 48
2002 Ira Losco 7th Wonder enska 2 164
2003 Lynn Chircop To Dream Again enska 25 4
2004 Julie & Ludwig On Again... Off Again enska 12 50 8 74
2005 Chiara Angel enska 2 192 Topp 12 árið fyrr [b]
2006 Fabrizio Faniello I Do enska 24 1 Topp 11 árið fyrr [b]
2007 Olivia Lewis Vertigo enska Komst ekki áfram 25 15
2008 Morena Vodka enska 14 38
2009 Chiara What If We enska 22 31 6 86
2010 Thea Garrett My Dream enska Komst ekki áfram 12 45
2011 Glen Vella One Life enska 11 54
2012 Kurt Calleja This Is the Night enska 21 41 7 70
2013 Gianluca Bezzina Tomorrow enska 8 120 4 118
2014 Firelight Coming Home enska 23 32 9 63
2015 Amber Warrior enska Komst ekki áfram 11 43
2016 Ira Losco Walk on Water enska 12 153 3 209
2017 Claudia Faniello Breathlessly enska Komst ekki áfram 16 55
2018 Christabelle Taboo enska 13 101
2019 Michela Chameleon enska 14 107 8 157
2020 Destiny All of My Love enska Keppni aflýst [c]
2021 Destiny Je me casse enska [d] 7 255 1 325
2022 Emma Muscat [1] Out of Sight enska Væntanlegt
  1. Inniheldur nokkur orð á maltnesku.
  2. 2,0 2,1 Samkvæmt þáverandi reglum Eurovision komust öll topp-10 löndin, ásamt „Stóru Fjóru“ löndunum, sjálfkrafa áfram í úrslit næstkomandi ár. Sem dæmi, ef Þýskaland og Frakkland væru innan topp-10 sætanna, fengju löndin í ellefta og tólfta sæti pláss í úrslitunum árið eftir með þeim löndum sem voru líka innan topp-10.
  3. Keppnin árið 2020 var aflýst vegna COVID-19 faraldursins.
  4. Inniheldur endurtekinn frasa á frönsku.

Heimildir breyta

  1. „Malta chooses – Emma Muscat will travel north to Italy in May 🇲🇹“. Eurovision.tv. EBU. 20. febrúar 2022. Sótt 28. febrúar 2022.
   Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.