Malstraumur (hafsvelgur (eða svelgur), hringiðustraumur eða röst (sbr.: hafröst) er hringiða vatns sem myndast vegna andstæðra strauma. Öflugir malstraumar getað myndað svokallað dauðasog, það er sog sem getur dregið niður syndandi mann til drukknunar en ekki stóra báta einsog áður var trúað. Frægastur malstrauma og einn sá öflugasti er Moskeyjarröstin við Lófóteyjaklasann í norður Noregi.

Malstraumur við strendur Noregs; teikning Olaus Magnus úr handriti hans Carta Marina, 1539
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.