Mælifell (Skagafirði)

Mælifell er bær, kirkjustaður og áður prestssetur framan til í Skagafirði vestanverðum. Bærinn stendur undir Mælifellshnjúk, einu þekktasta og mest áberandi fjalli Skagafjarðar. Vestan við hnjúkinn er Mælifellsdalur og þar um lá áður fjölfarin leið milli Norður- og Suðurlands, inn á Kjalveg og Stórasand.

Mælifell í kringum 1900

Á meðal þekktustu presta sem þjónuðu Mælifellssókn má nefna Arngrím Jónsson lærða. Nú er á Mælifelli lítil steinkirkja, sem vígð var 1925.

Heimildir breyta

  • Hallgrímur Jónasson: Árbók Ferðafélags Íslands. Skagafjörður. Ferðafélag Íslands, 1946.

Tenglar breyta

   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.