Málsvari andskotans

Málsvari andskotans (Málsvari myrkrahöfðingjans [1] eða málaflutningsmaður hins vonda [2]) er notað yfir þann aðila sem tekur afstöðu í rökræðum sem er andstæð tiltekinni skoðun, með það fyrir augunum að láta reyna á alla fleti málsins sem rætt er um og finna þar með veika bletti á málflutningi, rökum og sönnunargögnum. Varast ber að nefna málsvara andskotans lögfræðing andskotans, því lögfræðingur er annað en málsvari eða málafærslumaður (málaflutningsmaður). [3]

Heitið, málsvari andskotans, á uppruna sinn að rekja til kaþólsku kirkjunnar þar sem rökrætt var um hvort dýrlingsefni ætti skilið að verða dýrlingur, en þar fóru fremstir málsvari andskotans (advocatus diaboli) sem mælti gegn dýrlingnum og svo Málsvari guðs (advocatus dei) sem mælti með dýrlingnum. Andmælandinn var stundum einnig nefndur Promotor fidei, það er: Frumkveði trúarinnar.

Tilvísanir breyta

  1. Orð í tíma töluð, Tryggvi Gíslason, 1999
  2. Skírnir 1909
  3. What’s the Difference Between: A Lawyer, Solicitor, Advocate, Barrister, Counselor, and an Attorney?; af courtpio.org[óvirkur tengill]