Lystisnekkja er venjulega ríkulega búinn vélbátur eða seglskúta sem er fyrst og fremst ætluð til afþreyingar, oft sem eins konar „annað heimili“ og er því búin öllum helstu þægindum en getur annars verið hvers konar bátur með húsi á. Hugtakið á fyrst og fremst við um dýra skemmtibáta ríks fólks og þann lífstíl sem þeim tengist en ekki um keppnisskútur eða fiskibáta. Risasnekkjur (yfir 200 fet) á borð við Pelorus Romans Abramovitsj, eru sjaldgæfar risaútgáfur af þessari hugmynd og eru nánast lítið smækkuð útgáfa skemmtiferðaskipa með áhöfn.

Vélknúnar lystisnekkjur við bryggju.

Enska orðið yfir lystisnekkju, yacht, er dregið af hollenska orðinu jacht, en upprunaleg merking þess orðs er nær merkingu íslenska orðsins jakt sem á við um litlar alhliða skútur sem voru notaðar í hernaði, til fiskveiða, vöruflutninga eða sem farkostur í strandsiglingum frá 17. öld til 19. aldar.

  Þessi skipagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.